Nýsköpun og vísindi

Síðastliðin ár hefur Janus endurhæfing farið ótroðnar slóðir í nýsköpun og vísindum í starfsendurhæfingu. Janus endurhæfing telur mikilvægt að innleiða og tileinka sér í starfi nýja þekkingu byggða á vísindalegum grundvelli, ásamt því að vera óhrædd við að þróa og aðlaga nýjar meðfeðarðarnálganir í takt við nýjustu vísindi.
Markmið Janusar endurhæfingar er að veita þátttakendum bestu og faglegustu meðferð sem völ er á á hverjum tíma. Liður í því ferli er að styðjast við nýjustu þekkingu og vísindi í starfsendurhæfingu og tengum sviðum og taka virkan þátt í nýsköpun og vísindum. Þar sem allir þátttakendur eru ólíkir og með mismunandi þarfir er mikilvægt að Janus endurhæfing geti boðið upp á sem fjölbreyttustu þjónustu og meðferðir. Hver og einn þátttakandi fær síðan tækifæri að sníða endurhæfinguna að þörfum sínum.
Síðaðstliðinn ár hefur áhersla verið lögð á að innleiða og nýta gervigreind í starfi, með það að leiðarljósi að koma auga á hvernig sé hægt að styðja við þátttakendur.
Janus endurhæfing hefur undanfarin ár verið í nánu alþjóðlegu samstarfi við háskólann í Stirling Skotlandi og starfsendurhæfingarsjóðinn í Linköping (Samordningsförbundet Centrala Östergötland) Svíþjóð. Samstarfið felst í því að finna og þróa lausnir til að gera endurhæfingu skilvirkari og árangursríkari með aðstoð gervigreindar án þess að glata gæðum.

Þetta alþjóðlega samstarf nefnist ADAPT (Ai-guided Dynamic optimisAtion of Personalised Treatments) þar sem einn liður í því samstarfi er að innleiða gervigreind í starfsendurhæfingu til þess að kortleggja vandamál einstaklinga í endurhæfingu og koma auga á hvaða úrræði og þjónusta gæti hentað viðkomandi best, með hagsmuni hans í fyrirrúmi.

Scroll to Top