The Use of Predictive Models in Dynamic Treatment Planning
Völvan er spálíkan sem byggist á gervigreind, eitt fyrsta sinnar tegundar sem notað er í endurhæfingu sem stuðningstæki fyrir starfsmenn. Áhrifaþáttum, sem gætu hugsanlega haft áhrif á árangur, brottfall og líklega endurhæfingarlengd er varpað upp hjá hverjum og einum einstaklingi. Tíu helstu þeirra eru dregnir fram af 160 ólíkum breytum og samspil þeirra sem eru ólíkt milli einstaklinga. Starfsmenn geta allt frá upphafi endurhæfingar skoðað spá einstaklingsins og fylgst síðan reglulega með henni þar sem spáin uppfærist reglulega. Þetta getur verið sérstaklega áhugavert þegar breytingar eiga sér stað ásamt því þegar mælitæki hafa verið tekin. Völvan er hlutlaus, enda byggist hún eingöngu á þeim gögnum sem fyrir liggja og gerir starfsmönnum kleift að bregðast við fyrr en ella, þar sem erfitt og oft ómögulegt er að koma auga á áhrifaþætti og hvar/hvenær er mest þörf á að grípa inn í.
Búið er að sannreyna Völvuna og fjallar ofangreind vísindagreinin um þær niðurstöður. Völvan sýndi framúrskarandi árangur, þar sem spáin náði allt að 100% nákvæmni. Þetta er í fyrsta skipti sem Genetic Improvement er notað í spálíkan, til þess að bæta nákvæmi líkansins. Greinin var kynnt og hlaut verðlaun á málþinginu ICTS4eHealth 2017, hægt er að nálgast greinina hér.