Fyrir hverja er Janus endurhæfing?

Fólk á aldrinum 18-30 ára

Janus endurhæfing vinnur gegn og bætir starfrænar truflanir sem til eru komnar eftir sjúkdóma, slys og/eða áföll.

Einstaklinga utan vinnumarkaðar

Markmið starfseminnar er að aðstoða viðkomandi til að komast í nám og/eða á vinnumarkaðinn og fyrirbyggja varanlega örorku.

Fólk með fjölþættan heilsuvanda

Hjá Janusi endurhæfingu er breiður hópur fólks að hljóta fjölbreytta og einstaklingsmiðaða þjónustu sem hentar þeirra þörfum.

Einstaklingsmiðuð þjónusta

Fjölbreytt þjónusta

Talsvert úrval námskeiða, fræðslu- og meðferðarhópa er í boði hverju sinni. Hver þátttakandi hefur aðgang að þverfaglegu teymi sérfræðinga sem aðstoðar hann við að ná þeim markmiðum sem hann hefur sett sér.

Þverfagleg nálgun

Hjá Janusi endurhæfingu tvinnast saman félagslegar, læknisfræðilegar, sálfræðilegar og tæknilegar úrlausnir, sem miða að því að hver þátttakandi nái sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Reglulegt mat

Um leið og þátttakandinn vinnur að markmiðum sínum fer fram reglulegt mat á stöðu hans. Einnig  endurskoðun á markmiðum viðkomandi, árangri og gerð nýrra markmiða, allt eftir þörfum hverju sinni.

Nánar

Rödd þátttakenda

 Ánægjulegt er að margir senda okkur línu þar sem uppbyggilegar athugasemdir aðstoða okkur við að gera enn betur. Sjá nánar hér til hliðar og þjónustukönnun okkar hér.

Leit