Janus

endurhæfing

Læknisfræðileg starfsendurhæfing

ADHD greining í boði

21.nóvember 2023 Einstaklingar, 18 ára og eldri, geta sótt um að fara í gegnum ADHD greiningarferli í Janusi endurhæfingu. Hægt er að hafa samband eða

Lesa meira »

Tímamótasamningur, endurhæfing ungra fullorðna

05/10/2023  Undirritaður hefur verið þríhliða samningur milli Janusar endurhæfingar, Sjúkratrygginga Íslands og Virk starfsendurhæfingarsjóðs um samþætta og þverfaglega heilbrigðis- og starfsendurhæfingarþjónustu við ungt fólk á aldrinum

Lesa meira »

Heimsókn ráðherra

Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra kom íheimsókn í gær, þann 25. apríl 2023 og kynnti sér starfsemi Janusarendurhæfingar. Með honum í för var Ólafur

Lesa meira »

Þjónustukönnun 2022

Þjónustukönnun send út haustið 2022 til 448 fyrrum þátttakenda Janusar endurhæfingar

  • 135 (30%) svöruðu könnuninni
  • 50% sendu skriflegar ábendingar samhliða.

Flestar ábendingarnar voru jákvæðar. Enn aðrar opna fyrir möguleika að gera enn betur þar sem metnaður innan starfseminnar er að veita sem besta endurhæfingu.

Stjórnendur og starfsfólk er þakklát fyrir allar ábendingarnar.

Samantekt á niðurstöðum má sjá hér.

Einstaklingsmiðuð þjónusta

Fjölbreytt þjónusta

Fjölbreytt úrval námskeiða, fræðslu- og meðferðarhópa er í boði hverju sinni. Hver þátttakandi hefur aðgang að þverfaglegu teymi sem aðstoðar hann við að ná settum markmiðum.

Þverfagleg nálgun

Þverfagleg aðferð þar sem saman tvinnast félagslegar, læknisfræðilegar, sálfræðilegar og tæknilegar úrlausnir, sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Reglulegt mat

Um leið og þátttakandinn vinnur að markmiðum sínum fer fram reglulegt mat á stöðu hans, endurskoðun á markmiðum og árangri ásamt gerð nýrra markmiða, allt eftir þörfum hverju sinni.

Um starfsemina

Hátt í þriðja tug sérfræðinga starfa hjá Janusi endurhæfingu.

Hjá Janusi endurhæfingu fer fram fjölbreytt starfs- og atvinnuendurhæfing. Markmið starfseminnar er að aðstoða fólk til að komast á vinnumarkaðinn og fyrirbyggja varanlega örorku.

Fyrir hverja er Janus endurhæfing?

Fólk með starfrænar truflanir

Janus vinnur gegn og bætir starfrænar truflanir sem til eru komnar eftir sjúkdóma, slys og/eða áföll.

Einstaklinga utan vinnumarkaðar

Markmið starfseminnar er að aðstoða fólk til að komast á vinnumarkaðinn og fyrirbyggja varanlega örorku.

Fólk á öllum aldri

Hjá Janusi er breiður hópur fólks að hljóta fjölbreytta og einstaklingsmiðaða þjónustu sem hentar þeim.

Árangur Janusar endurhæfingar

Mikill fjöldi fólks hefur nýtt sér þjónustu Janus undanfarin 20 ár og erum við afar stolt af þeim árangri sem þátttakendur okkar hafa náð. Við erum sífellt að bæta okkur og höfum óbilandi trú á því góða starfi sem við erum að vinna. Nánari upplýsingar um árangur má finna hér. 

Algengar spurningar

Þjónusta Janusar endurhæfingar er afar fjölbreytileg og eðlilegt er fyrir þátttakendur og aðstandendur þeirra að upp vakni ýmsar spurningar. Við höfum gert okkar besta til að svara algengustu spurningunum hér.

Scroll to Top