Úttekt Embættis landlæknis á starfsemi Janusar endurhæfingar

Út er komin skýrsla varðandi úttekt Embættis landlæknis á starfsemi Janusar endurhæfingar (JE). Henni ber að fagna.

Það er mat Embættis landlæknis að JE bjóði upp á fjölbreyttar endurhæfingarbrautir sem koma vel til móts við ólíkar þarfir þátttakenda. Einnig að það sé mikill metnaður hjá starfsfólki JE að ná vel til notenda endurhæfingarinnar, finna styrkleika þeirra  og hjálpa þeim til sjálfshjálpar. Í niðurstöðum úttektarinnar stendur; “að þörfum einstaklinga sé vel sinnt innan JE af fagfólki með þekkingu, metnað, umhyggju og virðingu fyrir þeim sem til þeirra leita. Ekki er sjáanlegt í fljótu bragði  að aðrar stofnanir gætu uppfyllt  þarfir þátttakenda að þessu leyti betur”. Skýrsluna má lesa hér í heild sinni.

Scroll to Top