Persónuverndarstefna Janusar endurhæfingar

Ábyrgð á vinnslu persónuupplýsinga

Janus endurhæfing leggur mikla áherslu á persónuvernd í starfsemi sinni og uppfyllir nýjar viðbætur sem voru gerðar á persónuverndarlögum árið 2018.
Allir nýjir þátttakendur sem byrja í endurhæfingu fá kynningu á persónuverndarstefnu Jansuar endurhæfingar og hvað hún felur í sér. Einnig er kynnt fyrir þeim hvernig eigi að hafa samband við persónuverndarfulltrúa Janusar endurhæfingar ef þess er óskað.
Starfsemi Janusar endurhæfingar er þess eðlis að söfnun og vinnsla persónuupplýsinga er nauðsynleg til að hægt sé að veita þjónustu. Janus endurhæfing er ábyrgðaraðili þeirra upplýsinga sem safnast í starfseminni og vinnslunnar sem á sér stað.
Janus endurhæfing safnar upplýsingum á tveimur vettvöngum, persónuupplýsingum þátttakenda innan starfseminnar á meðan á þjónustu stendur og á vefsíðu fyrirtækisins (www.janus.is).

Innan starfseminnar

Rík áhersla er lögð á að trúnaðar sé ávallt gætt gagnvart öllum persónu- og heilbrigðisupplýsingum.

Söfnun, geymsla og vinnsla persónuupplýsinga þátttakenda Janusar endurhæfingar á sér stað í starfseminni, innan veggja fyrirtækisins með notkun tölvukerfis Janusar endurhæfingar. Gögn sem safnað er um þátttakendur eru persónugreinanleg og geta verið viðkvæm (skv. skilgreiningu í 3gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga). Af þeim sökum er tölvukerfi Janusar endurhæfingar sem hýsir gagnagrunn starfseminnar ekki aðgengilegt nema frá innri vef starfseminnar. Einungis starfsmenn Janusar endurhæfingar hafa aðgang að tölvukerfinu í gegnum tölvur sem beintengdar eru innri vef fyrirtækisins í gegnum eldvegg. Tölvukerfið uppfyllir lög um nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og heldur einnig skráningar yfir uppflettingar starfsmanna í upplýsingum um þátttakendur. Innan Janusar endurhæfingar hafa þátttakendur aðgang að sínum upplýsingum.

Hvernig eru persónugreinanleg gögn nýtt?

Innan starfseminnar eru persónugreinanleg gögn nýtt til þess að hægt sé að bjóða þjónustuna, með því að greina vanda og sérsníða aðkomu allra aðila þvergfaglegs teymis Janusar endurhæfingar og annarra sérfræðinga sem þurfa að koma að endurhæfingu þátttakands til þess að hún heppnist sem best. Fyrst og fremst er það í hlutverki þverfaglega teymisins að vinna og greina gögnin útfrá sinni reynslu og sérfræði þekkingu. Janus endurhæfing nýtir einnig gervigreind til að styðja vinnu þverfaglegu teymanna. Gervigreindin er samsett af tölfræðilíkönum sem byggja á rannsóknum Janusar endurhæfingar á starfsemi sinni síðustu tvo áratugi. Gögn þátttakenda eru borin saman við tölfræðilíkönin til þess að bera kennsl á mynstur sem gætu veitt þverfaglegu teymunum vísbendingar um áhersluþætti í endurhæfingunni sem vísastir eru til árangurs þátttakendanna. Frammistaða forritsins fyrir einstaka þátttakendur er svo nýtt til að uppfæra tölfræðilíkönin. Ákvarðanir í starfseminni eru alfarið teknar af þverfaglegu teymi Janusar endurhæfingar þar sem niðurstöður tölfræðilíkana eða samanburður þeirra veitir einungis leiðbeinandi viðbótar-upplýsingar þegar þverfaglega teymið telur það til bóta.

Réttindi þátttakenda

Einstaklingar sem hafa verið í þjónustu hjá Janusi endurhæfingu eiga rétt á því að fá upplýsingar um þau gögn, er varða þá sjálfa, sem vistuð eru í tengslum við þátttöku þeirra í endurhæfingu hjá Janusi endurhæfingu, ásamt því að fá eintak af slíkum gögnum.

Einstaklingur getur fengið rangar persónuupplýsingar um sig leiðréttar og í einstökum tilvikum getur einstaklingur átt rétt á því að upplýsingum sé eytt. Taka skal fram að réttur til gagna eyðingar er takmarkaður þar sem vinnsla upplýsinga fer oftast fram á grundvelli laga er varða skyldu til að geyma upplýsingarnar. Einnig er í ákveðnum tilvikum hægt að mótmæla vinnslu persónuupplýsinga og óska eftir því að takmarka vinnslu. Sé vinnsla upplýsinga byggð á samþykki eða samningi getur einstaklingur átt rétt á því að fá afhent gögn á tölvutæki formi eða óskað eftir því að þær verði fluttar beint til þriðja aðila.

Hægt er að hafa samband við persónuverndarfulltrúa Janusar endurhæfingar með tölvupósti á personuvernd@janus.is, óski einstaklingur eftir frekari upplýsingum um vinnslu persónuupplýsinga eða til að koma á framfæri ábendingum sem varða hana. Þá er einnig hægt að senda póst merktan persónuverndarfulltrúi til Janusar endurhæfingar, Skúlagötu 19, 101, Reykjavík.
Teljir einstaklingur að vinnsla persónuupplýsinga sé ekki í samræmi við þau lög sem um hana gilda getur hann sent erindi til Persónuverndar, www.personuvernd.is.

Vefsíða starfseminnar (www.janus.is)

Vefsíða Janusar endurhæfingar þjónar almennri upplýsingagjöf um starfsemina til almennings og hagsmunaaðila. Engar persónuupplýsingar eru aðgengilegar neinum í gegnum vefsíðu Janusar endurhæfingar og öllum upplýsingum um einstaka aðila sem finna má á vefsíðunni (þar með talið á þeim samfélagsmiðlum sem Janus endurhæfing hefur viðveru á) hefur verið aflað viðeigandi samþykkis fyrir. Janus endurhæfing aflar upplýsinga um notkun vefsíðunnar í gegnu svokallaðar vefkökur.

Á síðunni er einnig að finna netspjall sem ætlað er fyrir almennar fyrirspurnir en ekki sem vettvangur til að veita heilbrigðisþjónustu eða deila upplýsingum um eigin heilsu. Þeir einstaklingar sem kjósa að nýta sér netspjallið er boðið að skrá netfang og nafn til að auðvelda samskipti. Janus endurhæfing vistar ekki texta sem ritaður er í netspjall né netfang eða nafn að samtali loknu eða þegar notandinn yfirgefur vefsíðuna.

Vefkökur

Vefkökur (e. cookies) eru litlar textaskrár sem vistaðar eru í tölvunni þinni, eða öðru snjalltæki, þegar þú heimsækir vefsvæði í fyrsta skipti.

Til eru mismunandi tegundir af vefkökum og notast vefsvæði Janusar endurhæfingar bæði við eigin vefkökur (e. first-party) og vefkökur þriðja aðila (e. third-party). Eigin kökur eru að mestu nauðsynlegar til að tryggja virkni vefsíðunnar. Vefkökur þriðja aðila aðstoða okkur við greiningu á notkun vefsíðunnar. Við notumst ekki við vefkökur í markaðsskyni.

Nauðsynlegar vefkökur gera notandanum kleyft að nýta alla virkni vefsvæðisins. Þær halda utan um setu (e. session) notenda og koma í veg fyrir öryggis ógnir. Þær hvorki safna né vista persónugreinanlegum upplýsingum. Þær halda til dæmis utan um innskráningu og ef þú setur vörur í körfuna á vefverslunarsvæðinu.

Vefkökur þriðja aðila eru valkvæðar vefkökur sem halda utan um umferð og heimsóknir á vefsvæði Janusar endurhæfingar og eru til þess fallnar að meta og bæta frammistöðu vefsins. Þær veita okkur innsýn vinsældir einstakra síðna og hvernig notendur vafra um vefsvæðið. Vefsvæðið notast við Google Analytics í þessum tilgangi og er engum persónugreinanlegum gögnum safnað eða sent til Google, þar á meðal IP númerið.

Hægt er að slökkva á öllum vefkökum nema þeim er teljast nauðsynlegar til að tryggja virkni vefsvæðisins. Það er gert með því að breyta stillingum í vafranum. Upplýsingar um hvernig breyta má vefkökustillingum í helstu vöfrum má nálgast hér (https://www.aboutcookies.org.uk/managing-cookies).

Eftirfarandi vefkökur eru í notkun á www.janus.is

Nafn kökuGildistímiTegundLýsing
FmalertcookiesÞar til setu er lokiðNauðsynlegarHalda utan um hvort notandi hafi meðtekið að notast er við vefkökur á vefsvæðinu.
cookielawinfo-checbox-analytics11 mánuðirValfrjálsGeymir staðfestingu og samþykki notanda á notkun á vefkökum fyrir flokkinn “Analytics” í “GDPR cookie consent” viðbótinni.
cookielawinfo-checbox-functional11 mánuðirValfrjálsGeymir staðfestingu og samþykki notanda á notkun á vefkökum fyrir flokkinn “Functional” í “GDPR cookie consent” viðbótinni.
cookielawinfo-checbox-othersÞar til setu er lokiðValfrjálsGeymir staðfestingu og samþykki notanda á notkun á vefkökum fyrir flokkinn “Other” í “GDPR cookie consent” viðbótinni.
cookielawinfo-checkbox-advertisement1 árValfrjálsGeymir staðfestingu og samþykki notanda á notkun á vefkökum fyrir flokkinn “Advertisment” í “GDPR cookie consent” viðbótinni.
cookielawinfo-checkbox-necessary11 mánuðirNauðsynlegarGeymir samþykki notanda á notkun á vefkökum fyrir flokkinn “Necessary” í “GDPR cookie consent” viðbótinni.
cookielawinfo-checkbox-performance11 mánuðirValfrjálsGeymir samþykki notanda á notkun á vefkökum fyrir flokkinn “Performance” í “GDPR cookie consent” viðbótinni.
NID6 mánuðirvalfrjáls/ekki í notkunÞessi vefkaka væri notuð til að tengja prófíl byggðan á áhugamálum til að birta hnitmiðaðar auglýsingar á síðu.
viewed_cookie_policy11 mánuðirNauðsynlegarGeymir val notanda á hvort að notkun á vefkökum hafi verið samþykkt eða ekki.
Þessi vefkaka geymir engar persónugreinanlegar upplýsingar.
–Vefkökur tengdar vefspjalli––Á bilinu 1 til 30 dagar–——————–3cx live chat plugin–
tcx_customerID14 dagarNauðsynlegarBýr til einstakt GUID fyrir hvern heimsækjanda síðunnar.
tcx_received_msg14 dagarNauðsynlegarHeldur utanum hvort að notandi hafi haft samband með vefspjalli áður.
wplc_grav_hashÞar til setu er lokiðNauðsynlegarGeymir hash merki gravatar myndar, til að sýna móttökufulltrúa í spjalli.
wplc_name14 dagarNauðsynlegarGeymir nafn sem skráð hefur verið í byrjun spjalls.
wplc_email14 dagarNauðsynlegarGeymir tölvupóstfang sem gefið hefur verið upp í byrjun á spjalli.
wplc_cid 1 dagurNauðsynlegarGeymir einkennisnúmer spjall-lotu.
wplc_hide Þar til setu er lokiðNauðsynlegarKaka sem felur spjall á síðu, ef við á.
wplc_minimize Þar til setu er lokiðNauðsynlegarKaka sem minnkar spjallgluggann.
wplc_chat_status Þar til setu er lokiðNauðsynlegarKaka sem heldur utanum núverandi stöðu spjalls, og er notuð til að greina hvort að spjall hafi byrjað, eða hvort að notandi síðu sé bara að skoða síðuna.

Scroll to Top