Stjórn Janusar endurhæfingar

Kristín Siggeirsdóttir
Framkvæmdarstjóri

Kristín byggði upp starfsemi Janusar endurhæfingar ehf. árið 1999/2000 og hefur verið framkvæmdastjóri þar síðan 2003. Hún útskrifaðist sem iðjuþjálfi frá Háskólanum í Lundi 1991 og lauk mastersprófi 2001. Kristín hefur birt á níunda tug vísindagreina um endurhæfingu og faraldsfræði í ritrýndum erlendum vísindatímaritum.

Frá árinu 2002 starfaði hún hjá Rannsóknastöð Hjartaverndar og var framkvæmdastjóri þróunar frá 2007 til 2022.

Ómar Hjaltason
Forstöðulæknir

Ómar lauk prófi frá Háskóla Íslands 1988. Hann stundaði framhaldsnám við Akademiska sjukhuset í Uppsölum 1992 til 1993 og starfaði á Geðdeild LSH frá 1995.

Vilmundur Guðnason
Forstöðumaður vísinda

Vilmundur tók við starfi forstöðumanns vísinda hjá Janusi endurhæfingu frá og með janúarmánuði 2013. Hann lauk embættiprófi í læknisfræði 1985 og doktorsprófi í erfðafræði frá University College í London árið 1995. Hann varð dósent í erfðafræði við Háskóla Íslands árið 1997, gestavísindamaður við University College London Englandi sama ár og prófessor við Háskóla Íslands árið 2008. Árið 2002 varð Vilmundur gestavísindamaður við Institute of Public Health and Primary Prevention við háskólann í Cambridge í Englandi. Árið 1999 tók hann við starfi forstöðulæknis Hjartaverndar og starfar þar enn.

Vilmundur hefur sett á laggirnar og stjórnað fjöldanum öllum af vísindarannsóknum og m.a. einni stærstu faraldsfræði rannsókn í heiminum á sviði öldrunar. Vilmundur hefur birt fleiri hundruð vísindagreina sem birst hafa í virtum erlendum vísindatímaritum.

Scroll to Top