Vísindagrein unnin í samstarfi við Janus endurhæfingu á GECCO 2017 ráðstefnu í Berlín

Ánægjulegt er að greina frá því að vísindagreinin Fixing Bugs in Your Sleep: How Genetic Improvement Became an Overnight Success er nú aðgengileg á netinu. Mikill áhugi hefur skapast kringum þróunina á Janus Manager sem er sérhannað tölvukerfi Janusar endurhæfingar og heldur utan um alla starfsemina. Þessi vísindagrein er afrakstur þróunarinnar og er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum þar sem Genetic Improvement of Software er notað í lifandi tölvukerfi. Starfsmenn Janusar endurhæfingar hafa tekið virkan þátt í þróuninni með vísindamönnum og stjórnendum Janusar endurhæfingar. Þeir eiga sérstakar þakkir skilið.

Greinin verður kynnt á GECCO 2017 í Berlín 15-19 júlí 2017, sem er ein stærsta tölvunarfræðiráðstefna í heiminum og er þetta sannarlega heiður. Hægt er að nálgast greinina með því að fara inn á heimasíðu málþingsins eða með því að smella hér

Scroll to Top