Vinnnustofa um gervigreind fyrir starfsfólk á félags- og heilbrigðissviði, 29. janúar og 5. febrúar kl. 13:00-15:30 – skráning hafin

Ánægjulegt er að greina frá því að síðastliðin ár hefur Janus endurhæfing verið í alþjóðlegu samstarfi við háskólann í Stirling Skotlandi og starfsendurhæfingarsjóðinn í Linköping (Samordningsförbundet Centrala Östergötland) í Svíþjóð. Samstarfið felst í því að finna og þróa lausnir til að gera endurhæfingu skilvirkari og árangursríkari með aðstoð gervigreindar án þess að glata gæðum. Þetta alþjóðlega samstarf nefnist ADAPT (Ai-guided Dynamic optimisAtion of Personalised Treatments).

Í desember síðastliðnum var haldin vinnustofa um gervigreind fyrir starfsfólk innan félags- og heibrigðissviðsins í Svíþjóð sem vakti almenna ánægju. Til að svara eftirspurn hérlendis og bjóða þeim sem ekki komust að í fyrri vinnustofu, var ákveðið að bjóða upp á sambærilega vinnustofu.

Vinnustofan er ókeypis, en þátttakendur verða að vera búnir að skrá sig fyrir 27. janúar næstkomandi. Í vinnustofunni fá þátttakendur stutt verkefni, myndbönd til að skoða og hugleiðingar með sér heim til að svara í millitíðinni og velta fyrir sér. Ekki er gerð krafa um verkefnaskil, en mælt er með því til að þátttakendur vinnustofunnar fái sem mest út úr henni.

Því miður verðum við að takmarka fjölda þátttakenda á vinnustofuna og því er mikilvægt að þeir sem ætla að taka þátt skrái sig sem allra fyrst. Mikilvægt er einnig að tilkynna forföll ef hætt er við eftir skráningu, þar sem hópaskipting verður birt áður en vinnustofan hefst.

Vinnustofan verður haldin á ensku tvo föstudags eftirmiðdaga, þann 29. janúar og 5. febrúar, kl. 13:00-15:30 gegnum fjarfundarbúnað. Engin krafa er gerð um að þátttakendur séu með bakgrunn eða þekkingu á gervigreind með neinum hætti. Fyrirlesarar verða frá Bretlandi, Íslandi og Svíþjóð. Hópavinnan fer hinsvegar fram á móðurmáli hvers og eins hóps þ.e.a.s. íslensku, ensku eða sænsku.

Dagskrá verður send til þeirra sem skrá sig þegar nær dregur. Hér fyrir neðan má lauslega sjá þá þætti sem verður stiklað á í vinnustofunni:

  • What is AI?
  • Why should AI be used in social science?
  • Pros and cons of AI
  • How can AI be used in health and social settings?
  • Can AI be of assistance in social and health care?
  • Is AI a threat to professional jobs, or is it an assistive tool?
  • What are the ethical considerations when using AI?
  • Information governance: GDPR and security aspects
  • Real example of AI in practice, firsthand experience from Vocational Rehabilitation

Vakni einhverjar spurningar varðandi vinnustofuna ekki hika við að hafa samband við Kristínu Siggeirsdóttur, Ragnheiði D. Brynjólfsdóttur eða Lenu Rut Olsen í gegnum síma Janusar endurhæfingar 514-9175.

Lokað verður fyrir skráningu þann 27. janúar. Smellið á þessa krækju til að skrá ykkur.

Scroll to Top