Forstöðumaður vísinda

Frá og með áramótum hefur Vilmundur Guðnason prófessor góðfúslega orðið við þeirri beiðni að taka að sér starf forstöðumanns vísinda við Janus endurhæfingu. Þessu ber að fagna enda skipar sætið maður sem er vel þekktur erlendis sem og hérlendis fyrir fagmennsku og framúrskarandi vísindastörf. Vilmundur hefur birt fleiri hundruð vísindagreina í vel þekktum ritrýndum erlendum tímaritum.

Janus endurhæfing hefur vaxið í takt við þörf almennings fyrir starfsendurhæfingu. Starfsfólk hefur verið duglegt  að þróa nýjar aðferðir og m.a. fengið Starfsmenntaverðlaun Starfsmenntaráðs afhent af forseta Íslands fyrir framúrskarandi frumkvöðlastarf og árangur. Stjórn og starfsfólk Janusar endurhæfingar er þeirra skoðunar að nauðsynlegt sé að halda áfram að þróa nýjar leiðir í starfs- og atvinnuendurhæfingu og gera það á gagnreyndan hátt. Það er því mikill fengur fyrir framtíð starfs- og atvinnuendurhæfingar á Íslandi að fá Vilmund Guðnason prófessor sem leiðbeinanda við framtíðar rannsóknarverkefni innan þessa sviðs.

Vilmundur Guðnason

Scroll to Top