Ný vísindagrein frá Janusi endurhæfingu

Ný vísindagrein Predicting Changes in Quality of Life for Patients in Vocational Rehabilitation hefur verið birt frá Janusi endurhæfingu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar á ráðstefnunni IEEE Conference on Evolving and Adaptive Intelligent Systems EAIS 2018 í lok maí mánaðar.

Rannsóknarspurningin var hvort hægt sé að spá fyrirfram, með því að nýta gervigreind, um niðustöður næstu mælinga mælitækisins heilsutengdra lífsgæða. Niðurstaðan er að það er hægt og að jafnaði 6 mánuðum áður en spurningarlistanum er svarað.
Þessi niðurstaða er hugsanlega enn einn liðurinn í því að geta veitt einstaklingum sem á þurfa að halda betri endurhæfingu, opnar möguleika á því að grípa fyrr inn í. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast greinina með því að smella hér.

Scroll to Top