Nýsköpunarverkefnið Janus Manager á tækniráðstefnu

Þann 11. nóvember 2016 síðastliðinn kynnti Sæmundur Óskar Haraldsson iðnaðarverkfræðingur forritið Janus Manager á tækniráðstefnunni DEMOfest í Strathclyde háskólanum í Glasgow. Janus Manger er þróað í samvinnu við starfsfólk Janusar endurhæfingar og notað innan fyrirtækisins í daglegum rekstri.

Forritið er afrakstur fjölbreyttrar þróunarvinnu og er í óformlegu samstarfi við Háskólann í Stirling, Skotlandi. Þar er forritið Janus Manager rannsakað sem hluti af doktorsverkefni í hugbúnaðarverkfræði og tölvunarfræði.

Janus Manager hefur hlotið góðar undirtektir starfsfólks Janusar endurhæfingar. Það hefur þegar einfaldað og skapað öruggt utanumhald samskipta og gagna innan fyrirtækisins.

SICSA DEMOfest 2016 í Glasgow er vinsæl tækniráðstefna og allt útlit er fyrir að ráðstefnan í ár slái fyrri aðsóknarmet.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna hér að neðan:

http://www.creativeclyde.com/events/sicsa-demofest-2016,-at-glasgow%E2%80%99s-technology–innovation-centre,-george-street

Scroll to Top