DAM - Díalektísk atferlismeðferð

Fagfólk innan Janusar hefur frá árinu 2019 menntað sig í gagnreyndu meðferðarúrræði sem kallast Díalektísk atferlismeðferð (DAM). Meðferðin var þróuð af Marsha Linehan og upphaflega hugsuð sem meðferð fyrir einstaklinga með jaðarpersónuleikaröskun, sjálfskaða- og sjálfsvígstilburði. Síðar hafa rannsóknir leitt í ljós að meðferðin er einnig gagnleg við öðrum persónuleikaröskunum, átröskunum, langarvarandi þunglyndi, kvíða, alvarlegum tilfinningavanda og samskiptavanda.

Í DAM eru kenndir fjórir grunnfærniþættir: Núvitund, tilfinningastjórn, samskiptafærni og streituþol. Markmið meðferðarinnar er að aðstoða einstaklinginn við að bæta samskiptafærni, draga úr tilfinningaviðbrögðum. Meðferðin byggist á þeirri hugmynd að fólk sé alltaf að gera sitt besta en með því að læra hjálplegar aðferðir til að takast á við tilfinningar sínar- þá getur það gert enn betur. 

September 2020 fór af stað fyrsta 6 mánaða DAM hópmeðferðin og lauk henni í mars 2021. Meðferðin fór fram vikulega í hópi ásamt því að þátttakendur mættu vikulega til síns einstaklingsmeðferðaraðila. 

Í brautardagskrá Janusar eru í boði DAM-færniþjálfunarhópar í hverri sex vikna lotu. Hóparnir eru eftirfarandi: 

  • DAM- núvitund
  • DAM- samskiptafærni
  • DAM- tilfinningastjórnun
  • DAM- streituþol 
Mælst er til þess að þátttakandi ljúki hópum í Núvitund og Tilfinningastjórnun áður en hann skráir sig í Streituþol. 

 

 

DAM teymi Janusar endurhæfingar

DAM teymi Janusar endurhæfingar er þverfalegt og samanstendur af sálfræðingum, iðjuþjálfum, hjúkrunarfræðingi, félagsfræðingi og félagsráðgjöfum. Teymið hefur starfað frá haustinu 2019 undir handleiðslu frá Ingu Wessman sálfræðingi sem hefur sérhæft sig í DAM meðferð við Mc­Le­an-spít­ala við Harvard- háskóla. Teymið hefur allt lokið DBT Intensive training part I og II frá British Isles DBT training. Haustið 2020 var teymið svo heppið að fá Herdísi Finnbogadóttur sálfræðing til liðs við sig, en Herdís hefur áralanga reynslu af DAM meðferðarstarfi á Hvítabandi LSH.  

Alma

Teymisstjóri
DAM meðferðaraðili Hjúkrunarfræðingur

Anna

DAM meðferðaraðili Iðjuþjálfi

Elísabet

DAM meðferðaraðili Sálfræðingur

Elsa

Félagsráðgjafi

Jón

DAM meðferðaraðili Félagsráðgjafi

Lena

Iðjuþjálfi

Linda

DAM meðferðaraðili Félagsfræðingur

Atvinnutengd DAM-meðferð

DAM teymi Janusar vinnur nú að innleiðingu sérhæfðar DAM meðferðar fyrir atvinnutengingu (DBT- skills for employment). Innleiðingin er unnin í samstarfi við Dr. Janet Feigenbaum prófessor við University College London. DAM-Atvinnufærni er 17 vikur að lengd á hópmeðferðarformi. 

Fyrsti hópurinn fór af stað 12. janúar 2022 og mun ljúka í maí 2022. 

Scroll to Top