Grein um Janus Manager valin besta vísindagreinin – önnur verðlaun á þessu ári

Heiður er að greina frá því að Janus endurhæfing fékk í annað sinn í gær, 16. júlí, verðlaun á stuttum tíma fyrir bestu vísindagreinina. Verðlaunin að þessu sinni voru veitt af Genetic Improvement málþinginu, ráðstefnunni GECCO 2017 fyrir greinina Fixing Bugs in Your Sleep: How Genetic Improvement Became an Overnight Success. Þessi vísindagrein er afrakstur þróunarvinnu innan Janusar endurhæfingar á sérhönnuðu tölvukerfi sem Janus endurhæfing hefur látið útbúa og notar til þess að halda utan um alla starfsemina. Þetta er í fyrsta sinn í heiminu þar sem Genetic Improvement of Software er notað í lifandi tölvukerfi. Greinina má nálgast með því að smella á nafn hennar hér að ofan.

Scroll to Top