ADHD greining í boði

21.nóvember 2023

Einstaklingar, 18 ára og eldri, geta sótt um að fara í gegnum ADHD greiningarferli í Janusi endurhæfingu. Hægt er að hafa samband eða fá nánari upplýsingar gegnum netfangið adhd@janus.is .

ADHD teymi Janusar endurhæfingu er þverfaglegt og samanstendur af iðjuþjálfa, sálfræðingum og geðlækni.

Þverfaglegt ADHD teymi Janusar endurhæfingar tekur einungis við tilvísunum fyrir fullt greiningarferli og er því ekki tekið á móti greinargerðum frá sjálfstætt starfandi sálfræðingum. Ekki er heldur boðið upp á viðtöl hjá geðlækni nema sem hluta af fullu greiningarferli.

Mikilvægt er að hafa til hliðsjónar að ADHD greiningarferli leiðir ekki alltaf til þeirra niðurstöðu að viðkomandi sé með ADHD. Önnur undirliggjandi vandamál geta valdið ADHD einkennum hjá einstaklingi sem geta þarfnast nánari athugunar.

Ekki er hægt að hefja greiningarferlið ef neysla er til staðar og þarf viðkomandi að hafa verið frá neyslu í a.m.k. 6 mánuði. Við áskilum okkur rétt til að óska eftir þvagprufu (stix) ef vafi leikur á því að hvort að vikomandi sé í neyslu.

Fyrir hverja

  • Einstaklinga, 18 ára og eldri, sem upplifa hamlandi einkenni ADHD á daglegt líf.

Ferlið

ADHD greiningarferlið er ítarlegt og felur í sér skimun, greiningarviðtöl, úrvinnslu gagna, skýrslugerð og skilaviðtal.

Fjöldi viðtalstíma er breytilegur og fer eftir þörfum hverju sinni. Viðmiðið er;

  • Einstaklingur ásamt aðstandanda byrjar á því að fylla út skimunarlista sem hann fær senda og skilar þeim til Janusar endurhæfingar. ADHD teymið fer yfir svör og boðar í inntökuviðtal séu forsendur til staðar út frá skimunarlistum.
    • Sérfræðingur úr ADHD teyminu tekur á móti viðkomandi, leggur fyrir spurningalista og tekur saman upplýsingar um æsku, þroska- og náms- og atvinnusögu. Viðtalið getur tekið u.þ.b. 3-4 klst.

  • Viðtal og mat hjá sálfræðingi
    • Sálfræðingur úr ADHD teyminu hittir viðkomandi í ítarlegu greiningarmati. Viðtalið getur tekið u.þ.b. 3-4 klst.

  • Næstu skref
    • ADHD teymið fer yfir niðurstöður á teymisfundi sem svo eru kynntar fyrir einstaklingnum á skilafundi. Lyfjameðferð hjá geðlækni hefst í þeim tilfellum sem það á við og þess er óskað.

Með ítarlegu greiningarferli er verið að tryggja að loka niðurstaða ferlisins sé sem réttust.

Umsókn

  • Óskað er eftir að læknir sendi tilvísun til ADHD teymis Janusar endurhæfingar á Skúlagötu 19, 101 Reykjavík. Hægt er að senda bréfleiðis,  eða koma með hana.

Verð

  • Fullt ADHD greiningarferli = 259.000kr.
   • ADHD greiningarferlið (skimun, greiningarviðtöl, mat og skýrsla).
  • ADHD skimun og forviðtal = 69.000kr.
   • Dregst frá heildarkostnaði greiningarferilsins (259.000kr) sé farið í fulla greiningu.
  • Geðlæknir starfar samkvæmt samningi Sjúkratrygginga Íslands um sérfræðiþjónustu. Gildandi verðskrá og einingaverð er birt á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands. sjukra.is.
  • Janus endurhæfing býður ekki upp á greiðsludreifingu. Viðkomandi greiðir sjálfur fyrir greiningarferlið.
  • Greitt skal fyrirfram.

Scroll to Top