Dagskránni í Janusi endurhæfingu er skipt upp í þrjár sex vikna lotur á haustönn og fjórar sex vikna lotur á vorönn. Þátttakendur fá stundaskrá fyrir hverja lotu í einu. Á stundaskránni eru öll námskeið, hópmeðferðir og annað sem er í boði hverju sinni. Í samráði við tengilið skrá þátttakendur sig á námskeið og útbúa þannig sína eigin stundatöflu út frá sínum heilsuvanda, markmiðum og stefnu.
Hér að neðan má sjá yfirlit yfir þau námskeið sem hafa verið í boði í dagskrá Janusar endurhæfingar síðastliðin ár. Námskeiðum er skipt í flokka eftir áhersluatriðum. Hér má sjá þá dagskrá sem er í gangi þessa stundina: