Ungir fullorðnir - samvinnuverkefni

Ungir fullorðnir var samvinnuverkefni Janusar endurhæfingar, Geðheilsuteyma heilsugæslunnar, geðdeilda Landspítalans, Þrautar og Önnu Maríu Jónsdóttur geðlæknis. Ungmennaverkefnið er forvari verkefnisins Ungir fullorðnir og þess þríhliða þjónustusamnings sem nú er í gildi en hann var undirritaður í september 2023. Lesa má nánar um hann hér.

Undirbúningur Ungmennaverkefnisins, hófst árið 2018. Fyrstu þátttakendur verkefnisins hófu endurhæfingu hjá Janus endurhæfingu í ágúst 2021 en þá tók gildi þjónustusamningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Janusar endurhæfingar varðandi verkefnið. Tilgangur verkefnisins var að byggja upp læknisfræðilega hæfingar- og endurhæfingarþjónustu fyrir unga fullorðna sem ekki hafa náð að fylgja jafnöldrum sínum í námi og/eða vinnu, m.a. vegna mikillar andlegrar vanlíðunar og/eða óhefðbundins taugaþroska. Þetta gildir enn í dag innan verkefnisins Ungir fullorðnir.

Endurhæfingin inniheldur m.a. þverfaglegt sérhæft mat á stöðu og þörfum einstaklingsins og gerð einstaklingsmiðaðrar endurhæfingaráætlunar í samvinnu við tengilið einstaklingsins innan Janusar endurhæfingar.  

Í fyrstu er áhersla lögð á hæfingu, mótun og innleiðingu uppbyggilegrar daglegrar rútínu. Viðkomandi velur sér í samráði við sinn tengilið fjölbreytt námskeið á vegum Janusar endurhæfingar og útbýr eigin stundaskrá.

Í framhaldinu tekur við tími endurhæfingar og meðferðar, með aðlöguðum stíganda í vali á meðferðarþáttum. Áhersla er á stefnumótun og byrja að undirbúa næstu skref, t.d. í átt að námi eða atvinnu.

Að síðustu tekur við eftirfylgni þar sem viðkomandi er studdur áfram ínn í næsta skref sem getur t.d verið atvinna, nám og/eða tenging við aðra fagaðila. Áhersla er á að styðja við hinn unga fullorðna í að viðhalda stíganda og virkni í daglegu lífi sínu, nýta sér þau verkfæri sem hann hefur áunnið sér í endurhæfingunni um leið og viðkomandi tekst á við nýtt hlutverk í lífi sínu.

Scroll to Top