Kynning á umsjónarkerfi Janusar endurhæfingar, 6. okt. kl.13:00-15:00 Skráning hafin!

Á verðlaunafyrirlestrum okkar 11. ágúst síðastliðinn sýndu margir gestir áhuga á að fá kynningu á umsjónarkerfi Janusar endurhæfingar, eða Janusi Manager eins og það er kallað innan Janusar endurhæfingar. Okkur er sönn ánægja að verða við þeirri ósk og bjóðum við alla hjartanlega velkomna á kynninguna.

  • Föstudagurinn 6. okt. kl. 13:00-15:00, 4. hæð í Janusi endurhæfingu á Skúlagötu 19, 101 Reykjavík.

Kynningin er ókeypis og opin öllum, nauðsynlegt er samt að skrá sig hér.

Sæmundur Óskar Haraldsson, Ragnheiður Dóra Brynjólfsdóttir og Kristín Siggeirsdóttir munu kynna kerfið og fara yfir eftirfarandi þætti:

  • Almennt notendaviðmót
  • Uppbyggingu kerfisins
  • Sveigjanleika í aðlögun
  • Reynslu af því í starfsendurhæfingu
  • Spurningar

Gaman er að greina frá því að þetta umsjónarkerfi hefur vakið eftirtekt á erlendri grundu. Sprotafyrirtæki sem varð til út frá þróun þess er komið í 10 liða úrslit í frumkvöðlakeppni í Skotlandi en alls tóku 300 frumkvöðlar þátt í upphafi. Þessi árangur er talinn mjög góður fyrir íslenska nýsköpun í starfsendurhæfingu. Endanleg úrslit verða kynnt um næstu mánaðarmót. Við hvetjum ykkur til að skoða þetta nánar hér fyrir neðan;

  • Viðtal við Sæmund um þátttökuna í frumkvöðlakeppninni.
  • Atkvæðagreiðslu í frumkvöðlakeppnininni þar sem áhugasamir geta greitt Sæmundi (Easy Advanced Systems) atkvæði sitt. 
  • Vísindagreinar og ráðstefnukynningar er hægt að nálgast undir flipanum nýsköpun og vísindi.
Scroll to Top