Mikil aðsókn að 15 ára afmælisráðstefnu Janusar endurhæfingar

Janus endurhæfing þakkar fyrirlesurum og gestum kærlega fyrir þann heiður sem þeir sýndi starfseminni með því að mæta á afmælisráðstefnuna á Grand Hótel þann 12. nóv. síðastliðinn. Áhuginn og viðtökurnar fóru langt fram úr væntingum eða fullur salur, um 185 manns sem gleður mikið, þar sem starfsendurhæfing er mikilvægur þáttur í íslensku samfélagi. Ennfremur þakkar stjórn og starfsfólk fyrir öll þau hlýju orð og skrif í garð starfseminnar sem hafa borist í kjölfarið. Eitt af markmiðum ráðstefnunnar var að veita gestum nánari innsýn í  hvað felst í starfsendurhæfingu og þá þætti sem stuðla að góðum árangri. Það virðist hafa tekist og erum við þakklát fyrir það.

 

Enn og aftur bestu þakkir.

 

Nálgast má umfjöllun Styrmis Gunnarssonar ritstjóra

um ráðstefnuna í Morgunblaðinu 14. nóvember hér og ræðu þá sem hann flutti hér

Dagskrá ráðstefnunnar er svo að finna hér

Scroll to Top