Iðjuþjálfun í Janus enduhæfingu miðar að því að auka þátttöku þátttakenda í samfélaginu, á vinnumarkaði eða í námi.
Hugmyndafræði iðjuþjálfunar byggir á samspili þátttakandans sjálfs, þess umhverfis sem hann býr í, við þátttöku í iðju, heilsu hans og velferð. Haft er að leiðarljósi hvernig hægt er í samvinnu við þátttakanda að efla styrkleika hans við iðju, virkni og þátttöku .
Í Janus endurhæfingu starfa iðjuþjálfar í þverfaglegu teymi og bjóða upp á fjölbreytt námskeið sem miða að fræðslu og ráðgjöf varðandi bætta lífshætti. Einnig er boðið upp á einstaklingsmiðaða þjónustu eins og að finna út í samvinnu með þátttakanda hverjir styrkleikar, áhugahvöt og færni hans við framkvæmd er. Lagt er fyrir í samvinnu með þátttkanda mat á hvaða þættir það eru sem hafa áhrif á færni til iðju, heilsu hans og lífsgæði eins og t.d. skynjun, hreyfifærni, framkvæmdafærni eða samskiptafærni með það að markmiðið að efla lífsgæði og heilsu. Þátttakendur fá stuðning við að setja sér markmið, breyta eða efla þá þætti sem skipta hann máli til að öðlast innihaldsríkara líf.