DAM-Atvinnufærni

DAM teymi Janusar hefur frá desember 2021 unnið að innleiðingu sérhæfðar DAM meðferðar fyrir atvinnutengingu (DBT- skills for employment). Innleiðingin er unnin í samstarfi við Dr. Janet Feigenbaum prófessor við University College London.

DAM- Atvinnufærni eða DBT- skills for employment (DBT-SE) er úrræði byggt á DBT meðferð Linehan (Linehan, 1993). Úrræðið er ætlað einstaklingum í starfsendurhæfingu sem hafa mikið tilfinninganæmi og vilja bæta samskiptafærni sína. Áhersla er sett á að skilgreina og móta tilfinningalega, hugræna og hegðunartengda þætti sem valda einstaklingum erfiðleikum með samskiptafærni og sjálfsstjórn í vinnuumhverfi. Grunnþættir úr hefðbundinni díalektískri atferlismeðferð (DAM) eru nýttir. Hinsvegar er kennsluefni, færniþættir og verkefni miðuð að atvinnutengingu.

DAM-Atvinnufærni er 17 vikur að lengd á hópmeðferðarformi. Kennt er 1x í viku, 3 klst í senn. Samhliða sækja þátttakendur námskeiðin Að sækja um starf og Stuðningur í atvinnuleit. 

Fyrsti hópurinn fór af stað janúar 2022 og laukí maí 2022. Næsti hópur hófst í ágúst 2022 og lauk í desember 2022.

Scroll to Top