Tilkynningar

Sumarkveðjur frá starfsfólki Janusar endurhæfingar

Almenn námskeið og hefðbundin starfsemi Janusar endurhæfingar á Skúlagötu hefst aftur eftir sumarlokun skrifstofu frá og með mánudeginum 8. ágúst. Örnámskeið hefjast 9. ágúst og dagskránna má nálgast hér. Við hlökkum til haustsins með ykkur kæru þátttakendur og vonum að þið njótið sumarsins. 

Örnámskeið 9.-12. ágúst

Vikuna 9. -12. ágúst verða í boði Örnámskeið þar til hefðbundin Lota 1 byrjar 15. ágúst. Skráning er hafin og fer fram í gegnum tengilið hvers þátttakanda og er dagskráin eftirfarandi: 9. ágúst: Vinnustofa- Handverk: kl 9:00 – 11:30 Vinnustofa- Handverk: kl 13:00-16:00Sjálfsefling með Sigríði Önnu félagsráðgjafa: kl 13:00-16:00 10. ágúst: Vinnustofa- Handverk: kl 9:00 – 11:30 …

Örnámskeið 9.-12. ágúst Read More »

Starfsemin frá 18. júlí til 5. ágúst

Frá 18. júlí – 5. ágúst verður þjónusta Janusar endurhæfingar aðeins skert vegna sumarfría. Skiptiborðið verður opið alla virka daga frá kl. 10:00 – 14:00. Þátttakendur Janusar endurhæfingar eru allir með sína eigin persónulegu stundaskrá og vinna að sjálfsögðu samkvæmt henni. Þeirri endurhæfingaráætlun sem þeir hafa sett upp í samvinnu við tengilið sinn. Hefðbundin starfsemi …

Starfsemin frá 18. júlí til 5. ágúst Read More »

Örnámskeið 11-14. júlí

Vikuna 11. – 14. júlí verða í boði svokölluð Örnámskeið. Skráning fer fram í gegnum tengilið hvers þátttakanda og er dagskráin eftirfarandi:   11. júlí:  Vinnustofa- Handverk: kl 9:00 – 11:30  Vinnustofa- Handverk: kl 13:00-16:00 Frisbígolf: kl 13:00-14:00 Gróður og líðan – Fræðsla með Sigríði Önnu félagsráðgjafa: kl 9:00-11:30 12. júlí:  Vinnustofa- Handverk: kl 9:00 – …

Örnámskeið 11-14. júlí Read More »

Sumarmarkaður 2022 – Þökkum stuðninginn

Sumarmarkaður og happdrætti Janusar endurhæfingar 2022 var haldinn fimmtudaginn 23. júní síðastliðinn. Á markaðnum voru seldir listmunir sem þátttakendur hafa hannað og útbúið svo sem póstkort, myndir, fuglahús, prjón, hekl, lampar, steypt, hnýtt og tálguð listaverk af ýmsu tagi. Þema markaðarins var eins og áður endurnýting, náttúruleg efni, umhverfisvitund og nýsköpun. Afar góð stemning skapaðist á …

Sumarmarkaður 2022 – Þökkum stuðninginn Read More »

Heimsókn frá heilbrigðisráðuneytinu

Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, heimsótti Janus endurhæfingu í dag. Með honum voru Guðrún Ása Björnsdóttir aðstoðarmaður, Sara Lovísa Halldórsdóttir og Ingibjörg Sveinsdóttir sérfræðingar hjá Heilbrigðisráðuneytinu.  Ásamt því að funda með stjórn Janusar endurhæfingar fengu gestirnir kynningu á starfseminni og skoðuðu fallega listmuni sem þátttakendur Janusar endurhæfingar hafa skapað fyrir Sumarmarkað Janusar endurhæfingar 2022.    Frá …

Heimsókn frá heilbrigðisráðuneytinu Read More »

Mjög góður árangur árið 2021

Starfsemin skilaði framúrskarandi árangri eins og endranær árið 2021 en 52% þátttakenda fóru aftur í vinnu, nám eða virka atvinnuleit, þrátt fyrir þung geðræn vandamál og COVID ástand í samfélaginu. Sérlega áhugavert er að 64% af þeim sem útskrifuðust hækkuðu lífsgæði sín umtalsvert samkvæmt mælitækinu Heilsutengd lífsgæði, eða um 14.5 (0-100) þar sem “eðlileg” lífsgæði …

Mjög góður árangur árið 2021 Read More »

Laus staða í Skotlandi fyrir nýdoktora í tölvunarfræði eða tengdum sviðum

Alþjóðlegi samvinnuhópurinn ADAPT (AI-guided Dynamic optimisAtion of Personalised Treatments) sem samanstendur meðal annars af Janusi endurhæfingu, Samordningsförbundet Centrala Östergötland og Háskólanum í Stirling leitar að nýdoktor til þess að ráða í stöðu við háskólann í Stirling. Leitað er að einstaklingi með reynslu á sviði tölvunarfræði eða tengdum sviðum til þess að taka að sér veigamikið …

Laus staða í Skotlandi fyrir nýdoktora í tölvunarfræði eða tengdum sviðum Read More »

Scroll to Top