Lausar stöður

Janus endurhæfing leitar nú að öflugu starfsfólki í tvær lausar stöður. Annars vegar er laus staða tengiliðs og hins vegar er leitað eftir leiðbeinanda í handverki. Sjá nánar um störfin hér fyrir neðan.

Laus staða tengiliðs

Janus endurhæfing leitar að öflugum fagaðila til að sinna starfi tengiliðs. Um er að ræða krefjandi, fjölbreytt og spennandi starf í starfsumhverfi sem leggur áherslu á fagmennsku, áreiðanleika og jákvæðni. Leitað er að fagaðila með menntun og færni sem er tilbúinn að takast á við fjölþætt verkefni með einstaklingum í endurhæfingu. Um er að ræða fullt starf.

Helstu verkþættir og ábyrgð

  • Vinna sjálfstætt út frá fagþekkingu sinni í nánu samstarfi við þverfaglegt teymi.
  • Hafa umsjón með endurhæfingarferli þátttakenda í samstarfi við aðra starfsmenn teymisins.
  • Veita þátttakendum ráðgjöf, fræðslu og stuðning til að fylgja markmiðum þeirra í endurhæfingunni eftir.
  • Taka þátt í þróun fræðsluefnis og halda námskeið fyrir þátttakendur.
  • Yfirsýn og utanumhald kringum sinn þátttakendahóp.

 Menntunar- og hæfniskröfur

  • Starfsréttindi á Íslandi í iðjuþjálfun, félagsráðgjöf, þroskaþjálfun eða hjúkrun.
  • Viðkomandi þarf að hafa góða samskiptahæfileika, vera skipulagður, sjálfstæður í vinnubrögðum og geta unnið í þverfaglegu teymi.
  • Æskilegt er að viðkomandi hafi áhuga á að koma að uppbyggingu innan endurhæfingar og sé óhræddur við að takast á við ný og krefjandi verkefni.
  • Gott vald á íslensku og tölvulæsi er nauðsynlegt þar sem öll skráning og skýrslugerð fer fram á rafrænu formi.
  • Hreint sakavottorð

 Janus endurhæfing er fyrirtæki sem sinnir endurhæfingu. Markmið starfseminnar er að efla heilsu og virkni fólks til að fyrirbyggja varanlega örorku, komast í nám og/eða vinnu. Í Janusi endurhæfingu starfar um 20 manna samhentur þverfaglegur hópur heilbrigðisstarfsmanna og fleiri stétta. Þátttakendur í endurhæfingu eru um 80 manns á hverjum tíma. Flestir á aldrinum 18-30 ára.

Janus endurhæfing hefur starfað frá árinu 2000 og skapað sér sess innan síns sérsviðs. Rík áhersla er lögð á að virkja styrkleika hvers og eins starfsmanns þannig að allir njóti sín og líði sem best í starfi enda teljum við það forsendu þess árangurs sem við stefnum að. Janus endurhæfing hefur innleitt styttingu vinnuvikunnar.

Frekari upplýsingar um starfsemina er hægt að nálgast á heimasíðu Janusar endurhæfingar, www.janus.is.

Umsóknarfrestur er til 30. nóvember 2023. Sótt er um í gegnum Alfreð.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Siggeirsdóttir framkvæmdastjóri, gegnum netfangið; kristin@janus.is eða í síma 514-9175.

Öllum umsóknum verður svarað.

Laus staða leiðbeinanda í handverki

Janus endurhæfing leitar að öflugum aðila til að sinna starfi leiðbeinanda í handverki í 75-100% starfshlutfalli.

Janus endurhæfing býður uppá

  • Tækifæri til að taka þátt í og hafa áhrif á uppbyggingu og þróun handverks og listsköpunar og nýtingu þess í endurhæfingu
  • Þverfaglega samvinnu með metnaðarfullu starfsfólki varðandi handverk og listsköpun í endurhæfingu

Helstu verkefni leiðbeinenda hjá Janusi endurhæfingu

  • Skipulagning og utanumhald handverks- og listsköpunar námskeiða fyrir þátttakendur í endurhæfingu
  • Utanumhald og skipulagning á efnivið og verkfærum sem nýtt eru í handverkinu
  • Valdeflandi nálgun/endurhæfing í formi virkni gegnum handverk og listsköpun
  • Námskeiðahald í handverki og listsköpun fyrir þátttakendur
  • Samstarf við aðila utan Janusar endurhæfingar þegar þess er þörf
  • Þverfagleg samvinna

Hæfnikröfur

  • Reynsla og/eða menntun sem nýtist í starfi
  • Þekking, reynsla og áhugi á einstaklingsmiðaðri meðferðarvinnu við handverk og/eða endurhæfingu er kostur
  • Frumkvæði í starfi og skipulagshæfileikar
  • Jákvætt viðmót og leikni í mannlegum samskiptum
  • Nauðsynlegt að geta unnið sjálfstætt og í teymi með öðrum
  • Hreint sakavottorð
  • Almenn tölvukunnátta

Janus endurhæfing er fyrirtæki sem sinnir endurhæfingu. Markmið starfseminnar er að efla heilsu og virkni fólks til að fyrirbyggja varanlega örorku, komast í nám og/eða vinnu. Í Janusi endurhæfingu starfar um 20 manna samhentur þverfaglegur hópur heilbrigðisstarfsmanna og fleiri stétta. Þátttakendur í endurhæfingu eru um 80 manns á hverjum tíma. Flestir á aldrinum 18-30 ára.

Janus endurhæfing hefur starfað frá árinu 2000 og skapað sér sess innan síns sérsviðs. Rík áhersla er lögð á að virkja styrkleika hvers og eins starfsmanns þannig að allir njóti sín og líði sem best í starfi enda teljum við það forsendu þess árangurs sem við stefnum að. Janus endurhæfing hefur innleitt styttingu vinnuvikunnar.

Umsóknarfrestur er til 30. nóvember. Sótt er um í gegnum Alfreð.

Frekari upplýsingar um starfsemina er hægt að nálgast á heimasíðu Janusar endurhæfingar, www.janus.is.

Nánari upplýsingar Hrefna Þórðardóttir, fagstjóri, gegnum netfangið; hrefna@janus.is eða í síma 514-9175.

Öllum umsóknum verður svarað.

Scroll to Top