Jólamarkaður 2022 – Þökkum stuðninginn

Jólamarkaður Janusar endurhæfingar 2022 var haldinn fimmtudaginn 8. desember síðastliðinn. Á markaðnum voru seldir listmunir sem þátttakendur hafa hannað og útbúið svo sem póstkort, myndir, fuglahús, prjón, hekl, lampar, steypt, hnýtt og tálguð listaverk af ýmsu tagi. Þema markaðarins var eins og áður endurnýting, náttúruleg efni, umhverfisvitund og nýsköpun.

Afar góð stemning skapaðist á sölunni svo ekki sé minnst á kaffihúsið sem bauð upp á fjölbreyttar framúrskarandi veitingar og notalega músík. Allur ágóði markaðarins, kaffihússins og happdrættisins rennur í Styrktarsjóð Janusar endurhæfingar sem nýtist þátttakendum í fjárhagslegri neyð.

Scroll to Top