Laus staða í Skotlandi fyrir nýdoktora í tölvunarfræði eða tengdum sviðum

Alþjóðlegi samvinnuhópurinn ADAPT (AI-guided Dynamic optimisAtion of Personalised Treatments) sem samanstendur meðal annars af Janusi endurhæfingu, Samordningsförbundet Centrala Östergötland og Háskólanum í Stirling leitar að nýdoktor til þess að ráða í stöðu við háskólann í Stirling.

Leitað er að einstaklingi með reynslu á sviði tölvunarfræði eða tengdum sviðum til þess að taka að sér veigamikið hlutverk í rannsóknar- og nýsköpunarverkefni við þróun á gervigreindar hugbúnaði til þess að betrumbæta starfsendurhæfingu á Norðurlöndum og Skotlandi.

Staðan er til 11 mánaða og staðsett í Háskólanum í Stirling með möguleika á framlengingu.

Háskólinn í Stirling er staðsettur á besta stað í Skotlandi, við rætur hálandanna og aðeins í 30-40 mínútna fjarlægð frá Edinborg og Glasgow. Háskólasvæðið er lofsamað fyrir fallegt umhverfi og aðstæður til íþrótta og útivista.

Umsóknarfrestur rennur út 28. apríl 2022

Viðtöl munu eiga sér stað frá og með 9. maí 2022 í gegnum fjarfundarbúnað.

Allar nánari upplýsingar varðandi stöðuna og umsóknarferli má sjá hér:

Einnig má hafa samband beint við dr. Sæmund Óskar Haraldsson (saemundur.haraldsson@stir.ac.uk) fyrir óformlegar fyrirspurnir.

Scroll to Top