Mjög góður árangur árið 2021

Starfsemin skilaði framúrskarandi árangri eins og endranær árið 2021 en 52% þátttakenda fóru aftur í vinnu, nám eða virka atvinnuleit, þrátt fyrir þung geðræn vandamál og COVID ástand í samfélaginu.

Sérlega áhugavert er að 64% af þeim sem útskrifuðust hækkuðu lífsgæði sín umtalsvert samkvæmt mælitækinu Heilsutengd lífsgæði, eða um 14.5 (0-100) þar sem “eðlileg” lífsgæði eru talin 50. Í raun og veru voru það mun fleiri þar sem talsverður hópur er á einhverfurófi og mælast því ekki sambærilegar breytingar hjá þeim.

Samtals voru 191 einstaklingur í endurhæfingu árið 2021.  Virkir einstaklingar í endurhæfingunni voru að meðaltali 99 hverju sinni. Meirihlutinn var ungt fólk 30 ára og yngra eða 72%. Meðalaldur var 27 ár (SF 6.6), miðgildi 26 ár (dreifing 18.0–53.0). 98% voru með að minnsta kosti eina geðræna ICD-10 greiningu og flestir með þung geðræn vandamál.

Fjórir einstaklingar komu aðeins í mati á möguleikum til starfsendurhæfingar og eru því ekki teknir með í útreikningunum.

  • 48% höfðu notað vímuefni áður en þeir byrjuðu í starfsendurhæfingunni.
  • 33% voru með börn á framfærslu.
  • 86% voru einhleypir.
  • 8 mánuðir voru að meðaltali liðnir frá vinnu í upphafi endurhæfingarinnar hjá þeim einstaklingum sem höfðu atvinnusögu.
  • 92 þátttakendur útskrifuðust á árinu og fóru 52% þeirra í atvinnu, nám eða virka atvinnuleit
Scroll to Top