Vinyasa jógaflæði

12. janúar – 16. febrúar

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur kynnist og læri að upplifa töfra Vinyasa Jógaflæði. Liðkandi og styrkjandi Vinyasa Jógaflæði. Hugleiðsla sem gefur ró og betri tengingu við líkama, huga og sál. Námskeiðið er í umsjón starfsmanna Janusar endurhæfingar. 

  • Fimmtudaga kl. 13.00 – 14.00 (4.  hæð)

Tímarnir byggja á Vinyasa jógaflæði með áherslu á liðkandi og styrkjandi æfingar.

Námskeiðið er fyrir þátttakendur Janusar endurhæfingar og hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Gott er að vera í  þægilegum fötum sem gefa eftir

Mikilvægt er að mæta á réttum tíma. Salnum er lokað 5 mínútum eftir að tími hefst.

Námskeiðið er opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Sigríður Pétursdóttir og Sólveig Gísladóttir.

Scroll to Top