Tómstundir og áhugamál

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

10. nóvember – 15. desember

Markmiðið með námskeiðinu er að efla þátttakendur við að stunda áhugamál og tómstundir, styrkja félagsfærni, auka samskipti og kynnast hvers kyns úrræðum sem eru í boði í samfélaginu. Að opna hugann fyrir því sem frítíminn hefur upp á að bjóða og hvernig hægt er að nýta hann til góðs og á uppbyggjandi hátt. Námskeiðið er í umsjón starfsmanna Janusar endurhæfingar. 

  • Miðvikudaga kl. 13.00 – 15.30 (3. hæð – tölvurými og Holtasóley)

Fjölbreytt og skemmtilegt námskeið, eitthvað nýtt í hverjum tíma. Farið verður út í bæ t.d. á söfn, bókasöfn, hjálparmiðstöð, spilað, á tónleika, kaffihús, í pool, keilu osfrv. Dagskrá er ekki full mótuð þar sem námskeiðshaldarar eiga eftir að bóka staði til að taka á móti hópnum.

Námskeiðið er opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Salóme Halldórsdóttir, Sigríður Pétursdóttir og Edda Rán Jónasdóttir.

Scroll to Top