Töframáttur tónlistar

Markmiðið er að bjóða þátttakendum Janusar endurhæfingar að njóta tónlistar frábærra listamanna.  Fræðast um áhrif tónlistar og upplifa það á eigin skinni á lifandi tónleikum.  Gera sig  meðvitaðri um hvernig hægt er að nýta sér tónlistina í eigin þágu.

Mánudaginn 10. janúar kl. 12.15 – 15.30

Mánudaginn 10. jan. 2022  verður fyrirlestur og viðburður sem kallast Töframáttur Tónlistar. Töframáttur tónlistar mun innihalda kynningu, fræðslu, umræður og tónleika.

Kynnt verður tónleikaröðin TÖFRAMÁTTUR TÓNLISTAR sagt frá uppphafi og tilgangi. Fjallað verður um áhrif tónlistar á manneskjuna. Listamenn verða kynntir. 

Markmiðið er að bjóða þátttakendum Janusar endurhæfingar að njóta tónlistar frábærra listamanna í boði Gunnars Kvaran.  Fræðast um áhrif tónlistar og upplifa það á eigin skinni á lifandi tónleikum.  Gera sig  meðvitaðri um hvernig hægt er að nýta sér tónlistina í eigin þágu. Námskeiðið er í eitt  skipti. Námskeiðið telur til mætinga og er ætlað öllum þátttakendum Janusar endurhæfingar.

Scroll to Top