Spilahönnun

3.apríl – 15.maí

Þátttakendur skapa sitt eigið spil eða púsl.

Atvinnutengd vinnufærni: Þjálfa sig í að vinna verkefni frá upphafi til enda, auka trúna á sjálfan sig og styrkja sjálfstæð vinnubrögð og samvinnu.

Félagsfærni: Þjálfa þátttakanda í að aðstoða aðra ef þeir geta.

  • Miðvikudagar kl. 09:00 – 11:00 (2.hæð – suður)

Þáttakendum gefst kostur til að skapa sín eigin spil eða púsl. Púslin eru handmáluð á þunnar viðarplötur eða á þykkan pappa og eru skorin út með lazer. Hægt er að hanna sitt eigið spil frá grunni eða búa til þekkt spil eins og skák, jenga, domino, scrabble ofl. Efniviðurinn getur verið hvað sem er en við munum nota myndlist, lazerskerann, smíðaverkstæðið og 3d prentarann.

Námskeiðið virkjar hugmyndaflug, eflir leikgleði og hvetur til þverfaglegra vinnubragða. Möguleiki er á samskiptum og samvinnu milli einstaklinga þar sem nokkrir geta unnið saman að einu spili. Í seinasta tíma fá allir prufukeyra spil og púsl hvors annars.

Í lok námskeiðs er ákveðið hvort spilin fari í netsölu Styrktar sjóðs Janusar endurhæfingar. Allur ágóðinn af sölunni rennur beint í sjóðinn og nýtist þannig þeim þátttakendum sem eru í fjárhagslegri neyð. Nánari upplýsingar um Styrktar sjóðinn má finna á www.janus.is

Námskeiðið er opinn/ hópur. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Rebekka Ashley og Halldór Bjarki Ipsen

Scroll to Top