Skapandi hreyfing og leikir

23.april – 14.maí (4 skipti)

Markmið námskeiðsins er að auka sjálfstraust þátttakenda, að efla traust og tengslamyndun, að útvíkka reynslu sína og upplifa öðruvísi leiðir til að vera, að stækka með líkamlegu-, raddlegu- og sköpunarlegu tilliti. Markmiðið er líka að hafa gaman. Það að gleðjast og hlæja saman er nauðsynlegur hluti lífsins sem stundum gleymist.

  • Þriðjudagur kl. 09:30 – 11:30 (4.hæð)

Hver tími byrjar og endar á stuttu spjalli. Að mestu leiti er unnið í hring og gangandi um rýmið, að undanskildum flóknari spunaæfingum.

1. Tími: Traust, tengslamyndun og gaman. Byrjað er á spjalli, sitjandi í hring. Við leggjum línurnar samkvæmt hugmyndum um öruggara rými. Við byrjum á nafnaleikjum sem hjálpa okkur að læra nöfnin en eru einnig samhæfingarleikir, þ.e.a.s. þeir hjálpa til við að færa fókusinn frá manni sjálfum og út í hópinn og stilla hópinn saman. Teknar eru nokkrar teygjur og liðkunaræfingar til að vekja líkamann.

2. Tími: Hreyfing. Upphitun í hring, með mismunandi teygjum og liðkunaræfingum. Rödd er kynnt til sögunnar með því að tengja hana við hreyfingarnar. Við stillum okkur betur saman með leik í hring.

3.tími: Rödd. Við hitum upp með hreyfingu, en núna tökum við röddina enn meira inn í það. Förum í samhæfingar- og tengslaleik þar sem áhersla verður á skapandi raddvinnu.

4.tími: Spuni. Upphitun með líkama og rödd. Samhæfingarleikur/ir.

Námskeiðið er lokaður hópur og verður ekki hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Guðbjörg Ása Jónsdótir og Rebekka Ashley.

Scroll to Top