Rýnt í rófið

28. september – 2. nóvember

Markmið námskeiðsins er að  fræða um einkenni einhverfu og hvernig einkenni geta haft áhrif á daglegt líf einstaklings. Námskeiðið er í umsjón starfsmanna Janusar endurhæfingar. 

  • Miðvikudaga kl. 10.00 – 12.00 (3. hæð – Tölvurými)

Námskeiðið „ Rýnt í rófið“ er ætlað þátttakendum sem eru með greinda einhverfurófsröskun eða að grunur er um slíkt.

Farið verður yfir helstu einkenni einhverfu, eins og félagslegt samspil, mál og tjáningu, og sérkennilega og/eða áráttukennda hegðun. Einnig verður farið þætti sem tengjast óhefðbundnum taugaþroska og sem hefur áhrif á skynúrvinnslu, framkvæmdarfærni og fleira. Einngi verður sýnd kvikmynd og/eða brot úr þáttaröðum með einhverfum sögupersónum.

Samhliða fræðslu er þátttakendum frjálst að tjá sig og deila eigin reynslu og áhugamálum. Þátttakendur geta með því að deila og hlusta á aðra orðið stuðningur fyrir hvern annan.

Námskeiðið er lokaður hópur og verður ekki hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Elísabet Þórðardóttir og Lena Rut Olsen.

Scroll to Top