Örnámskeið

Skuldlaus jól (örnámskeið)

19. nóvember (1 skipti)

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar.

Markmið námskeiðsins er að hjálpa þátttakendum að skipuleggja sig fyrir jólin til að koma í veg fyrir eða draga úr fjárhagsáhyggjum og skuldsetningu um jólin.

  • Föstudaginn 3. desember kl. 9.30 – 11.00 (4. hæð)

Örnámskeiðið Skuldlaus jól verður haldið í eitt skipti föstudaginn 19.nóvember kl. 9:30 til 11:00 á 4.hæð. Gefin verða ráð og hugmyndir að skipulagi í tengslum við jólaútgjöldin. Námskeiðið er í boði fyrir alla þátttakendur Janusar endurhæfingar og fer skráning fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager.

Leiðbeinandi verður Elsa Guðrún Sveinsdóttir.

Hámarksfjöldi: 25

Lágmarksfjöldi: 10

Jólakvíði (örnámskeið)

3. desember (1 skipti)

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar.

Markmið námskeiðsins er að hjálpa þátttakendum að fá betri innsýn í líðan sína og læra leiðir til að takast á við jólakvíða. 

  • Föstudaginn 3. desember kl. 9.30 – 11.00 (4. hæð)

Örnámskeiðið Jólakvíði verður haldið í eitt skipti föstudaginn 3.desember kl. 09:30 til 11:00. Rætt verður um jólakvíða, algengar hugsanaskekkjur tengdar honum og gefin ráð til að koma í veg fyrir eða draga úr neikvæðum áhrifum jólakvíða. Námskeiðið er í boði fyrir alla þátttakendur Janusar endurhæfingar og fer skráning fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager.

Leiðbeinandi verður Elsa Guðrún Sveinsdóttir.

Scroll to Top