Núvitundarnámskeið

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

11. apríl – 30. maí

Markmið námskeiðsins er að þjálfa færni í núvitund. Læra leiðir til þess að ná betri stjórn á hugsunum og fá innsýn í líðan sína. Námskeiðið er í umsjón starfsmanna Janusar endurhæfingar. 

  • Þriðjudaga kl. 9.00 – 11.30 (4. hæð)

Um er að ræða 8 vikna námskeið þar sem farið verður yfir grunntækni núvitundar og hvernig hægt er að flétta henni inn í daglegt líf. Hver tími inniheldur fræðslu þar sem æfing vikunnar verður kynnt auk þess sem gerðar verða núvitundaræfingar í tímum.

Gróf dagskrá

  • Vika 1: Sjálfstýring – hvaða áhrif hefur hún á líf okkar. Öndunar- og líkamshugleiðsla.
  • Vika 2: Læra að greina á milli skynjunar og hugsunar. Líkamsskönnunar hugleiðsla.
  • Vika 3: Takmörk okkar og viðbrögð við þeim. Samþætting hugar og líkama. Núvitundar hreyfing.
  • Vika 4: Læra að leyfa hugsunum að koma og fara. Sjá erfiðleika frá nýju sjónarhorni. Hljóð og hugsanir.
  • Vika 5: Takast á við erfiðleika með opnum huga og koma þannig í veg fyrir að þeir verði umfangsmeiri. Könnun erfiðleika.
  • Vika 6: Samkennd gagnvart okkur sjálfum og umhverfinu. Vinsemdar hugleiðsla.
  • Vika 7: Vani og lífsmynstur. Gera hluti sem veita þér gleði. Takast á við kvíða, streitu og áhyggjur með góðvild.
  • Vika 8: Núvitund – hluti af þínu daglega lífi.

Námskeiðið er opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Elsa Guðrún Sveinsdóttir og Sigríður Pétursdóttir. 

Scroll to Top