Námskeið í fjölbreyttu handverki (f. hádegi)

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

Þriðjudaginn 23. febrúar hefst Námskeið í fjölbreyttu handverki í Janusi endurhæfingu. Markmiðið er að fá að kynnast hinum ýmsu efnum að skapa tækifæri til að vinna í samfélagi við aðra og virkja áhugahvöt hvers og eins og sköpunargleði. 

  • Þriðjudaga kl. 9.00 – 11.30 og kl. 13.00-15.30 (2. hæð miðja)

Á námskeiðinu verður unnið með fyrirfram ákveðin verkefni. Verður eitt verkefni tekið fyrir í hverjum tíma sem allir þurfa að vinna og ekki val um að fara í önnur verkefni. Kennt verður vinnsla með gifs, gler, textíl, tálgun, macramé, ullarþæfingu ofl.

Þátttakandi má velja einn hlut af þeim sem hann framleiðir og eiga en aðrir fara í netsölu Janusar endurhæfingar. Vilji þátttakandi kaupa vöru sem framleidd er fyrir markaðinn borgar hann markaðsverð fyrir hana. Netsalan verður í fjáröflunarskyni til að afla tekna fyrir neyðarsjóð sem þátttakendur Janusar endurhæfingar geta sótt um úthlutun úr eftir að fullreynt hefur verið að þeir fá ekki fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi sínu eða hinu opinbera.

Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu í samráði við umsjónarmenn námskeiðs. Skráning fer fram í samvinnu við tengiliði og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Halldór Bjarki, Þórhildur Kristjánsdóttir og Sigríður Ósk Hannesdóttir.

Scroll to Top