Myndlist með blandaðri tækni

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

8.apríl – 13.maí

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur æfa sig í vinnutengdum athöfnum á vinnusvæðum iðjunnar ásamt að æfa sig í mætingum, stundvísi, auka virkni og að geta leitað eftir aðstoð hjá leiðbeinendum  og þáttakendum iðjunnar. Námskeiðið er í umsjón starfsmanna Janusar endurhæfingar.

  • Mánudaga kl. 9.00 – 11.30 (2. hæð Suður)

Þetta er opin vinnustofa og því ekki kennsla í myndlist. Þátttakendur hafa frjálsar hendur með þau verk sem þau velja sér. Efniviðir og verkfæri í boði eru akrýlmálning, vatnslitir, tússpennar, sandpasl, stymplar, pappír o.s.frv. Frjálst er að mæta með eigin verkfæri og efni.  Við bendum þátttakendum að leita til leiðbeinenda eftir aðstoð.

Námskeiðið myndlist með blandaðri tækni nálgast myndlistina á auðveldan hátt þannig að allir geta skapað list í samræmi við getustig.  Við nálgumst listina á frjálsan hátt og notum margar aðferðir og gerum tilraunir með liti, áferðir, efnivið og tækni.

Einnig leggjum við áherslu á endurnýtingu efniviða of finnum leiðir til að nota skemmtileg og óhefðbundin efni í myndlistargerð.

Námskeiðið er frábrugðið öðrum námskeiðunum að því leiti að allir listmunir sem skapaðir verða á þessu tiltekna námskeiði verða í eigu þátttakenda, nema þeir kjósi að láta listmunina „ganga til góðs“, þ.e.a.s. gefa þá í netsölu Styrktarsjóðs Janusar endurhæfingar. Allur ágóðinn af sölunni rennur beint í sjóðinn og nýtist þannig þeim þátttakendum sem eru í fjárhagslegri neyð, sjá nánar á heimasíðu Janusar endurhæfingar.

Nánari upplýsingar um Styrktar sjóðinn má finna á www.janus.is

Atvinnutengd vinnufærni: Þjálfa sig í að vinna verkefni frá upphafi til enda, auka trúna á sjálfan sig og styrkja sjálfstæð vinnubrögð.

Félagsfærni: Þjálfa þátttakanda í að aðstoða aðra ef þeir geta.

Hand- og verkfærni: Þjálfa fínhreyfingar og samhæfingu hreyfinga, þjálfa sig í að fara eftir leiðbeiningum og ýta undir skapandi hæfileika.

Námskeiðið er opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Halldór Bjarki Ipsen og Rebekka Ashley.

Scroll to Top