Hönnun á gjafapokum og öskjum

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

Markmið námskeiðsins er að bjóða upp á streitulosandi handavinnu í notalegu umhverfi og einnig að skapa tækifæri til að vinna í samfélagi við aðra og virkja áhugahvöt hvers og eins og sköpunargleði.

·         Miðvikudaga kl. 13.00 -15.30 (2. hæð)

Á námskeiðinu ætlum við að skreyta öskjur og poka sem miðar að því að þróa fallega gjafapakkningu, einnig verður í boði að skreyta plastdunka fyrir ýmsa matvöru s.s. smákökur og kaffi. 

Ykkur býðst að taka þátt í hugmyndaflæðinu með okkur í að hanna fallegar pakkningar.  Oft skapast skemmtilegar umræður á vinnusvæðunum í kringum hönnun á þessum verkefnum.

Námskeiðið verður opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Halldór Bjarki Ipsen og Sigríður Ósk Hannesdóttir.

Scroll to Top