Handverkstofa: hátíða- og listasmiðja

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

Markmið námskeiðs er að þátttakendur kynnist að vinna með ýmis efni og verkfæri, vinni í hóp og einnig geta þátttakendur skipt með sér verkefnum. Námskeiðið er í umsjón starfsmanna Janusar endurhæfingar. 

  • Fimmtudaga kl. 13.00 – 15.30 (2. hæð – Suður)

Í Handverkstofunni: hátíða- og listasmiðju verður unnið með fjölbreytt verkefni, má þar nefna:

Þátttakendur hanna gifs skálar, sveppi og fleira. Tréverks álfar og englar skrúfaðir og límdir saman og skreyttir treflum, húfum og öðrum hlutum að eigin vali. 3D prentaðar dúfur og hjörtu spreyjað, málað og skreytt eftir eigin höfði. Óróar búnir til úr greinum og pappír, vír eða tauefni. Ljósaseríur skreyttar með stífuðu blúnduefni og lítil seríuhús einnig gerð úr stífaðri brúndu.

Námskeiðið er opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Halldór Bjarki Ipsen og Sigríður Hannesdóttir

Scroll to Top