DAM færnihópur – Streituþol

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar sem hafa lokið DAM færniþjálfun í núvitund og tilfinningastjórn eða annað sambærilegt.

Markmið námskeiðsins er að gangast við ástandinu eins og það er (radical acceptance). Læra að nota streituþolsfærni á erfiðum stundum. Námskeiðið er í umsjón starfsmanna Janusar endurhæfingar.

  • Miðvikudaga kl. 9.00 – 12.00 (4. hæð)

Streituþol er einn fjögurra færniþátta úr Díalektískri atferlismeðferð (DAM). Færniþjálfunin er eins konar skyndihjálp þar sem kenndar eru aðferðir til að sefa erfiðar tilfinningar um stundar sakir svo hægt sé að beita hjálplegri leiðum í framhaldi. Gerðar verða núvitundaræfingar og verkefni í tímum.

Streituþolsfærni skiptist í tvo þætti annars vegar að þola við í erfiðum aðstæðum og tilfinningum án þess að gera þær verri og hins vegar að læra að gangast við raunveruleikanum eins og hann er í raun og veru.

Mæting er mikilvæg, ef að þátttakandi missir af tveimur tímum í röð eða þremur í heildina þá verður viðkomandi þáttakandi afskráður. Þeir sem ljúka námskeiðinu eiga möguleika á að velja sér smá verðlaun í lok námskeiðs.

Færniþjálfunin byggist á virkri þáttöku meðlima hópsins.

Námskeiðið er lokaður hópur og verður ekki hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Elísabet Þórðardóttir og Jón Hjalti Brynjólfsson.

Scroll to Top