DAM færnihópur- Samskiptafærni

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

17. ágúst – 21. september

Til að geta skráð sig í DAM Streituþol þá þarf þátttakandi að hafa lokið DAM færniþjálfun í núvitund og tilfinningastjórn, eða annað sambærilegt.

Námskeiðið er gagnlegt fyrir flest alla en gagnast einstaklega vel fyrir þá sem hafa gengið í gegnum erfiða lífsreynslu og áföll. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist betri samskiptafærni með því að taka eftir samskiptavanda og nota DAM færniþætti til breytinga. Námskeiðið er í umsjón starfsmanna Janusar endurhæfingar.

  • Miðvikudaga kl. 13.00 – 15.30 (4. hæð)

Lögð er áhersla á að þjálfa og auka færni í samskiptum. Til að ná fram markmiðum sínum þurfa þátttakendur að þekkja og tileinka sér færniþætti og að þjálfast í sjálfstyrkingu og ákveðni. Óski þátttakandi eftir því að taka þátt í færniþjálfuninni skuldbindur hann sig til þess að vinna heimavinnu. Færniþjálfunin byggist á virkri þátttöku meðlima hópsins.

Ekki er hægt að skrá sig í HAM námskeið eða önnur DAM færninámskeið, að undanskilinni DAM núvitund. Mikilvægt er að mæta í alla tíma, ef að þátttakandi missir úr tvö skipti í röð eða þrjú skipti í heildina þá þarf að afskrá viðkomandi af námskeiðinu.

Námskeiðið er lokaður hópur og verður ekki hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Linda Ólafsdóttir og Lena Rut Olsen.

Scroll to Top