Að ná árángri í endurhæfingu (fjarfræðsla)

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

Mánudaginn 22. febrúar byrjar námskeiðið Að ná árangri í endurhæfingu.

  • Mánudaga kl. 13:00-14:30 (fjarfræðsla)

Á námskeiðinu verður rætt almennt um hvað starfs- og atvinnuendurhæfing hjá Janus endurhæfingu felur í sér. Rætt verður um það breytingarferli sem fer af stað þegar byrjað er í endurhæfingu frá sjónarhorni iðjuþjálfa og það kynnt fyrir þátttakendum. Farið verður í mikilvægi þess að móta sér stefnu og þá þætti sem fræði iðjuþjálfa telja mikilvægt að skoða í breytingarferlinu til að ná árangri í endurhæfingu t.d. rútínu, sjálfskoðun varðandi áhugahvöt, gildi, hlutverk, styrkleika, vanamynstur og markmiðasetningu. Kynnt verða til verkfæri sem þátttakendur geta notað til stuðnings í breytingarferlinu.

Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager.

Umsjónarmenn verða Lena Rut og Edda.

Scroll to Top