Grunnur – Rútína í daglegu lífi

21.maí – 25.júní

Markmið námskeiðsins er að fræða þátttakendur um hvaða þætti þarf að hafa í huga þegar verið er að byggja upp styðjandi  rútínu í daglegu lífi. Kynntar verða ýmsar aðferðir hvernig hægt er að byggja upp styðjandi rútínu og þátttakendur hvattir til að finna hvaða aðferðir henta þeim best.

Þriðjudagar kl. 13:00 – 15:00 (4.hæð)

Áhersla er á að fræða um þá þætti sem geta haft áhrif á daglegt líf þegar verið er að koma á góðum venjum til að byggja upp styðjandi rútínu. Farið verður yfir hvað þarf að hafa í huga t.d. varðandi að koma sér upp rútínu, takast á við frestun og forðun, hvaða áhrif samfélagsmiðlar geta haft. Farið verður í tímastjórnun og markmiðasetningu. Einnig byggist fræðslan upp á verkefnum sem lið til þess að að prófa ýmsar aðferðir við að minna sig á, setja upp rútínu og halda utan um daglegt líf.

Námskeiðið er opinn hópur. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Sigrún Ólafsdóttir og Sigríður Pétursdóttir.

Scroll to Top