• 166
 • 1IMGP3299
 • 1IMGP8912
 • 1L1140609
 • 1L1140611
 • 1L1160932
 • 1L1160935
 • 1P1020822
 • 1taekniskolinn
 • AL1140608
 • AL1160730
 • AL1160953
 • AL1160956
 • AP1030112
 • AP1030459
 • IMGP2983
 • IMGP3267
 • IMGP3292
 • IMGP3312
 • IMGP3323
 • IMGP3813
 • IMGP5645
 • IMG_4446
 • L1140377
 • L1140430
 • L1140545
 • L1140551
 • L1140552
 • L1140554
 • L1140555
 • L1140557
 • L1140558
 • L1140560
 • L1140563
 • L1140568
 • L1140594
 • L1140596
 • L1140613
 • L1140616
 • L1160722
 • L1160733
 • L1160745
 • L1160926
 • L1160927
 • L1160928
 • L1160930
 • L1160931
 • L1160937
 • L1160942
 • L1160944
 • L1160945
 • L1160946
 • L1160962
 • Nmskeid
 • P1020835
 • P1030316
 • P1030830
 • berglind_asgeirs
 • skogarferd
 • vorduskoli

Grein um Janus Manager valin besta vísindagreinin - önnur verðlaun á þessu ári


Heiður er að greina frá því að Janus endurhæfing fékk í annað sinn í gær, 16. júlí, verðlaun á stuttum tíma fyrir bestu vísindagreinina. Verðlaunin að þessu sinni voru veitt af Genetic Improvement málþinginu, ráðstefnunni GECCO 2017 fyrir greinina Fixing Bugs in Your Sleep: How Genetic Improvement Became an Overnight Success. Þessi vísindagrein er afrakstur þróunarvinnu innan Janusar endurhæfingar á sérhönnuðu tölvukerfi sem Janus endurhæfing hefur látið útbúa og notar til þess að halda utan um alla starfsemina. Þetta er í fyrsta sinn í heiminu þar sem Genetic Improvement of Software er notað í lifandi tölvukerfi. Greinina má nálgast með því að smella á nafn hennar hér að ofan.

JM best paper

 

Prenta Netfang

Grein um völvuna valin besta vísindagreinin


Janusi endurhæfingu hefur hlotnast sá heiður að fá verðlaun fyrir bestu vísindagreinina á ráðstefnu í Grikklandi ICTS4eHealth 2017, núna í júlí. Samkeppnin var hörð enda greindu fundarstjórar frá því að aðeins 48% vísindamanna sem sóttu um leyfi til að kynna rannsóknir sína fengu að taka þátt. Fyrirlestur Janusar endurhæfingar The Use of Predictive Models in Dynamic Treatment Planning vakti mikinn áhuga þar sem þetta er í fyrsta skiptið í heiminum sem spálíkan er notað á þann hátt sem greint er frá í vísindagreininni.

bestpaper

Prenta Netfang

Námskeið og viðburðir í Janusi endurhæfingu, janúar til maí 2018


World Class

16.01.2018-17.05.2018

Fyrir hverja: Heilsubraut/Vinnubraut

Hópþjálfun í World Class undir handleiðslu sjúkraþjálfara. Unnið er með þol, styrk og líkamsstöðu eftir getu hvers og eins.

 • Alla þriðju- og fimmtudaga  kl. 10:00-11:30 (World Class Laugum)

Líkamsrækt er mikilvægur hluti endurhæfingarinnar, ekki bara til að bæta líkamlega heilsu heldur hefur líkamsræktin einnig góð áhrif á andlega líðan.

Markmiðið með tímunum er að hvetja þátttakendur Janusar til aukinnar hreyfingar, bæta líkamlega og andlega líðan og gera hreyfingu að föstum lið í daglegu lífi.

Hægt að skrá sig alla önnina. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager.


Tómstundir og áhugamál

17.01.2018-16.05.2018

Fyrir hverja: Allir þátttakendur

Miðvikudaginn 17. janúar hefst námskeiðið Tómstundir og áhugamál undir handleiðslu Jóns Hjalta, félagsráðgjafa

 • Miðvikudagur kl. 09:00-12:00 (4. hæð)


Farið verður vikulega í skemmtilegar heimsóknir, t.d. söfn, spilabúðir og aðra áhugaverða staði. Námskeiðið verður á miðvikudögum í vetur, að undanskildum starfsdögum Janusar endurhæfingar.

Markmið námskeiðsins er að vekja áhuga og auka virkni ásamt því að skemmta sér. Einnig að hvetja til þess að þátttakendur kynnist fjölbreyttum möguleikum varðandi tómstundir og áhugamál.

Mæting er á 4. hæð í Janusi endurhæfingu, Skúlagötu 19 og ferðir þaðan verða í samræmi við dagskrá.

Allir þátttakendur eru velkomnir en skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Jón Hjalti Brynjólfsson, félagsráðgjafi.


HAM við lágu sjálfsmati

19.01.2018-23.03.2018

Fyrir hverja: Allir þátttakendur sem hafa grunn í HAM

Föstudaginn 19. janúar hefst 9 vikna hópmeðferðin HAM við lágu sjálfsmati undir handleiðslu sálfræðinga Janusar endurhæfingar.

 • Föstudagur kl. 09:00-12:00 (4. hæð)

Unnið verður með vítahringi lágs sjálfsmats s.s. hrakspár og sjálfsgagnrýni.  Um er að ræða krefjandi hópmeðferð þar sem ætlast er til að fólk taki þátt í tímum og lesi og geri æfingar þess á milli. 

Markmiðið er að þátttakendur kynnist nýjum verkfærum sem þeir geta nýtt sér í áframhaldandi vinnu til að byggja upp eðlilegt sjálfsmat.

Einn eftirfylgdartími verður haldinn 6 vikum eftir lok námskeiðs.

Mikilvægt er að þátttakendur hafi grunn í Hugrænni atferlismeðferð.

Allir þátttakendur eru velkomnir sem hafa grunn í Hugrænni atferlismeðferð en skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Umsjónarmenn hópmeðferðar verða Elín Steinarsdóttir og Karl Jónas Smárason, sálfræðingar.


Handverk

19.01.2018-18.05.2018

Fyrir hverja: Allir þátttakendur 

Föstudaginn 19. janúar hefst Handverk (Vinnustofa fyrir hádegi) undir handleiðslu fagaðila Janusar endurhæfingar.

 • Föstudagar kl. 09:30-11:30 (2. hæð)

Vinnustofan verður á Iðjubraut og hefur hver vinnustofa ákveðið þema sem spannar þrjá föstudaga. Námskeiðið er í boði alla önnina og er allt efni ókeypis á staðnum. Markmiðið er að búa til fallega og nytsama hluti, láta sköpunargleðina njóta sín og efla sjálfstraustið.

föstudagur vinnustofa  janúar – 23. feb 2018
19. janúar Grjónapokar og augnhvílur
26. janúar Grjónapokar og augnhvílur
2. febrúar Grjónapokar og augnhvílur
9. febrúar Leðurvinna
16. febrúar Leðurvinna
23. febrúar Leðurvinna

Grjónapokar: eru bakstrar sem hita má í örbylgjuofni eða kæla í frysti. Þá er hægt að gera í ýmsum stærðum og nota hvar sem er á líkamanum. Nýtist einnig sem augnhvílur í slökun. 

Leðurvinna: Einföld verkefni úr leðri: t.d. armband, snúrutemjari, budda. Gatað og saumað með tveimur nálum

föstudagur Vinnustofa 2. mars - 14. apríl 2018
2. mars Pappírsmótun
9. mars Pappírsmótun
16. mars Pappírsmótun
23. mars Kertagerð
6. apríl Kertagerð
13. apríl Kertagerð

Samhliða vinnustofu í pappírsmótun og kertagerð er leiðbeinandi á textílsvæði svo hægt er að sauma, hekla og prjóna og fá aðstoð við textílverkefni.

Pappírsmótun: Mismunandi pappírsverkefni með endurvinnslu að leiðarljósi. Pappírsfléttun, pappírsbrot og mótun með dagblaðalími. 

Kertagerð: Kerti unnin úr vaxafgöngum. Kertaafgangar bræddir og mótaðir í ný kerti með nýjum kveik.

Allir þátttakendur eru velkomnir en skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru: Þórdís Halla Sigmarsdóttir, kennari og Sigríður Ósk Hannesdóttir, leiðbeinandi.

Opinn hópur er í vinnustofunni og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á önninni.


Vinnustofa eftir hádegi

19.01.2018-18.05.2018

Fyrir hverja: Allir þátttakendur 

Föstudaginn 19. janúar hefst Vinnustofa eftir hádegi undir handleiðslu fagaðila Janusar endurhæfingar.

 • Föstudagar kl. 13:00-16:00 (3. hæð)

Í vinnustofunni geta þátttakendur komið og nýtt sér aðstöðu Janusar endurhæfingu til þess að læra eða sinna öðru tengt námi, starfi eða endurhæfingu. Fagaðilar verða til staðar og geta veitt leiðsögn og stuðning.

Markmið vinnustofunnar er að veita þátttakendum einstaklingsmiðaða leiðsögn og stuðning varðandi mismunandi verkefni sem verið er að sinna.

Opið er fyrir þátttakendur að koma hvenær sem er á þessum tíma og nýta sér opið rými sem og tölvuaðstöðuna á 3. hæð.
Allir þátttakendur eru velkomnir en skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager.


Jafnvægi í daglegu lífi

26.02.2018-09.04.2018

Fyrir hverja: Allir þátttakendur 

Mánudaginn 26. febrúar 2018 hefst námskeiðið Jafnvægi í daglegu lífi. Námskeiðið verður í 5 skipti og fer fram á 4.hæð í Janusi endurhæfingu frá kl. 9:00 - 12:00

 • Mánudagar kl. 9:00-12:00 (4. hæð)

Markmið námskeiðsins er að vekja þátttakendur til umhugsunar um það hvað er jafnvægi í daglegu lífi, hvað það felur í sér að hafa jafnvægi í daglegu lífi og ræddar leiðir til  þess að ná því takmarki.  

Á námskeiðinu verður fjallað um eftirfarandi viðfangsefni:

 • Hvað er jafnvægi í daglegu lífi?
 • Tímastjórnun
 • Rútína
 • Hvernig tökumst við á við áreiti í daglegu lífi?
 • Hvernig viðhöldum við jafnvægi í daglegu lífi?
 • Markmiðasetning
 • Námskeiðið mun fara þannig fram að leiðbeinendur munu hvetja til umræðna. 

Allir þátttakendur eru velkomnir en skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Aðalheiður Pálsdóttir, iðjuþjálfi og Berglind Ásgeirsdóttir, iðjuþjálfi.


Jóga - Hreyfing í núvitund

26.02.2018-09.04.2018

Fyrir hverja: Allir þátttakendur

Mánudaginn 26. febrúar 2018 hefst námskeiðið Jóga – Hreyfing í núvitund. Námskeiðið verður í 5 skipti, kennt einu sinni í viku á 4. hæð í Janusi endurhæfingu, frá kl: 12:30-13:45.

 • Mánudagar kl. 12:30-13:45 (4. hæð)

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur læri aðferðir til að róa hugann, losa um spennu og ná slökun. Einnig verður unnið að því að byggja upp styrk og liðleika.

Námskeiði byggir á Vinyasa jóga flæði hefðinni, þar sem farið er í flæði hreyfinga í takt við öndun. Mikil áhersla verður lögð á meðvitund í stöðum og í hreyfingum. Þetta er góð leið til að kynnst líkama og mörkum okkar betur. Í lok hvers tíma verður slökun.

Námskeiðið er ætlað byrjendum, en getur einnig hentað lengra komnum.

Allir þátttakendur eru velkomnir en skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Námskeiðið er í umsjón Gunnhildar Kristjánsdóttur iðjuþjálfa og jógakennara hjá Janusi endurhæfingu.


Atvinnuviðtalið hefst heima

27.02.2018-10.04.2018

Fyrir hverja: Allir þátttakendur

Þriðjudaginn 27. febrúar 2018 hefst námskeiðið Atvinnuviðtalið hefst heima. Námskeiðið verður í 6 skipti haldið á 3. hæð í Janusi endurhæfingu, inn af Vinnubraut kl. 9:00-12:00.

 • Þriðjudagar kl. 9:00-12:00 (3. hæð)

Markmið námskeiðsins er að undirbúa þátttakendur Janusar endurhæfingar fyrir það skref að fara í atvinnuviðtal, sem hluta af því ferli að sækja um starf.

Námskeiðið er ætlað þeim sem eru að stefna í atvinnuleit núna eða á næstu mánuðum. Einnig er þetta gott fyrir þá sem vilja skoða sjálfan sig gagnvart atvinnu.

Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um:

 • Undirbúning undir atvinnuviðtalið og viðhorf til þess að fara að vinna.
 • Styrkleikar og veikleikar.
 • Hina ýmsu styrkleika sem geta nýst í starfi.
 • Starf og eigin persónu.
 • Að þjálfa það sem ég vil ná árangri í.
 • Óskastarfið.
 • Mikilvægi góðs sjálfstrausts.
 • Helstu spurningar í atvinnuviðtalinu.

Einnig verða gerðar atvinnuviðtalsæfingar, með það að markmiðið að finna út á hvern hátt þátttakandinn geti eflt sig í slíku viðtali.

Allir þátttakendur eru velkomnir en skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Umsjónarmaður námskeiðs og leiðbeinandi er Sigríður Anna Einarsdóttir félagsráðgjafi.


Næring: Fræðast - Elda - Njóta

01.03.2018-12.04.2018

Fyrir hverja: Allir þátttakendur

Fimmtudaginn 1. mars 2018 hefst námskeiðið Næring: Fræðast-Elda-Njóta. Námskeiðið verður í 6 skipti, haldið á 3. hæð í Janusi endurhæfingu frá kl. 9:00-12:00.

 • Fimmtudagar kl. 9:00-12:00 (3. hæð)

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur kynnist manneldismarkmiðum og grunnhugtökum í næringarfræði. Auki vitund og vitneskju sína um hollustu matvæla og hvernig er hægt að borða hollt og hagkvæmt.

Fjallað verður um eftirfarandi hluti:

 • hugtök í næringarfræði,
 • manneldismarkmið,
 • lesa á umbúðir,
 • njóta matarins,
 • nýta matinn vel og vinna úr afgöngum,
 • hvað drekkum við,
 • gerð vikumatseðla,
 • hagkvæm eldamennska svo nokkuð sé nefnt.

Námskeiðið skiptist í fyrirlestra, verklega tíma og heimsóknir í fyrirtæki.

Allir þátttakendur eru velkomnir en skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Sigríður Pétursdóttir, iðjuþjálfi og Hrefna Þórðardóttir, sjúkraþjálfari.

Þetta námskeið mun vera lokaður hópur.


Fjármálanámskeið

06.03.2018-20.03.2018

Fyrir hverja: Allir þátttakendur

Þriðjudaginn 6. mars 2018 hefst Fjármálanámskeið hjá Janusi endurhæfingu. Fjármálanámskeiðið verður í 3 skipti og fer fram á 4. hæð hjá Janusi endurhæfingu á þriðjudögum kl. 13:30-15:30.

 • Þriðjudagar kl. 13:30-15:30 (4. hæð)

Námskeiðið er ætlað öllum þátttakendum Janusar endurhæfingar. Markmið námskeiðsins er að efla þátttakendur Janusar endurhæfingar í að takast á við eigin fjármál.

Á námskeiðinu verður fjallað um ýmislegt er varðar fjármál. Meðal efnis verður;

 • fjármálalæsi,
 • að takast á við eigin fjármál,
 • hvert er hægt að leita með fjárhagsvanda?
 • sjálfshjálp í fjármálum,
 • tilfinningalíðan og fjármál,
 • markmiðssetning í fjármálum.


Allir þátttakendur eru velkomnir en skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Sigríður Anna Einarsdóttir félagsráðgjafi. Einnig koma gestafyrirlesarar að námskeiðinu.

Prenta Netfang

Fleiri greinar...