Grunnur í daglegu lífi haustið 2022

Grunnur á daglegu lífi eru námskeið byggð á hugmyndafræði iðjuþjálfunar MOHO – Model of human occuption og markþjálfunar. Grunnnámskeiðin eru þrjú og er hægt að taka námskeiðin í samfellu eða sjálfstætt eftir þörfum hvers og eins. Námskeiðin eru ætluð þeim sem vilja auka virkni og áhugahvöt, bæta lífsgæði og jafnvægi í daglegu lífi. Áhersla verður lögð á þá grunnþætti sem mikilvægir eru til að byggja upp styðjandi rútínu, takast á við breytingar og ná markmiðum sínum. Á námskeiðunum er notast við fræðsluefni, verkefni og boðið verður uppá markmiðsetningu sem hægt er að vinna að milli tíma.

Námskeiðin eru í umsjón Lenu Rutar Olsen iðjuþjálfa og PCC markþjálfa og Sigrúnar Ólafsdóttur iðjuþjálfa. 

Til sölu eru 12 pláss á hvert námskeið. 

cropped-cropped-Janus-Jpeg.jpg

Grunnur í daglegu lífi - Rútína

Áhersla verður lögð á uppbyggingu styðjandi rútínu. Þátttkendur eru hvattir til að skoða venjur sínar og hvernig þær hafa áhrif á rútínu í daglegu lífi með orku- og tímastjórnun í huga. Þátttakendur fá kynningu á NBI (Neethling Brain Instruments) huggreiningu og mismunandi hugsniðum. Farið verður í hvernig hægt er að nýta hana til að dýpka sjálfskoðun, markmiðasetningu og hvernig hægt er að tileinka sér heildarhugsun eða 360gráðu hugsun.


Viðvera:

Námskeiðið er í 6 vikur. Kennt er 1 sinni í viku, 2 klst í senn.

Grunnur í daglegu lífi – Rútína: 16. ágúst til 20. september. 

 

Grunnur í daglegu lífi 1

Áhersla verður lögð á grunnþarfir og mikilvægi þeirra í að byggja upp jafnvægi í daglegu lífi, þ.e. eigin umsjá, störf, hvíld og slökun, tómstundir og áhugamál. Á námskeiðinu verða þátttakendur hvattir til að skoða eigin vanamynstur og sjá tækifæri til breytinga.  Kynntar verða aðferðir til markmiðssetningar, einnig verða unnin einföld verkefni t.d. iðjuhjól, virkniskráning.

 

 

Viðvera:

Námskeiðið er í 6 vikur. Kennt er 1 sinni í viku, 1,5 klst í senn.

Grunnur í daglegu lífi 1: 26. september til 4. nóvember. 

Grunnur í daglegu lífi 2

Áhersla verður lögð á sjálfsmynd einstaklingsins og samverkandi áhrif hennar og umhverfissins á lífsgæði og jafnvægi í daglegu lífi. Á námskeiðinu verða þátttakendur hvattir til að skoða eigin hlutverk og gildi, styrkleika og veikleika, virkni, stefnu og seiglu í tengslum við daglegt líf. Kynntar verða aðferðir til markmiðssetningar og sjálfskoðunar. Einnig verða unnin einföld verkefni.Viðvera:

Námskeiðið er í 6 vikur. Kennt er 1 sinni í viku, 2 klst í senn.

Grunnur í daglegu lífi 2: 7. nóvember til 16. desember. 

Verð

-Grunnur í daglegu lífi, rútína: 61.000 kr fyrir einstakling.

-Grunnur í daglegu lífi, 1: 61.000 kr fyrir einstakling.

-Grunnur í daglegu lífi, 2: 61.000 kr fyrir einstakling.

Ef keypt eru tvö námskeið fyrir sama einstakling: 109.800 kr.

Ef keypt eru þrjú námskeið fyrir sama einstakling: 155.500 kr.

Innifalið: 

– Kaffi og te fyrir þáttakendur. 

Umsóknarferli

– Tölvupóstur er sendur með ósk um kaup á námskeiði á janus@janus.is. Svar er sent innan 2 daga um hvort laust pláss er á námskeiðið.

Scroll to Top