Góðar svefnvenjur

Námskeiðið er ætlað einstaklingum sem telja sig þurfa að bæta svefnvenjur sínar. Markmið námskeiðsins er að fræða þátttakendur um svefn og mikilvægi þess að hafa góðar svefnvenjur. Lögð er áhersla á umræður og verkefnavinnu.

Á námskeiðinu gerum við svefndagbók sem aðstoðar einstaklinginn við að kortleggja vandann.

Námskeiðið er í fjögur skipti og mikilvægt er að mæta í alla tímana þar sem fræðsla fyrri tíma er grunnur að þeim næsta.

 • Í fyrsta tíma skoðum við það helsta sem við vitum um svefn, skoðum svefnklukkuna, hvað getur truflað svefninn og hver er svefnþörf okkar.
   • Förum yfir hvernig við skráum í svefndagbókina.
 • Í öðrum tíma skoðum við góðar svefnvenjur.
   • Förum yfir svefndagbókina
 • Í þriðja tímanum skoðum við hvernig Hugræn atferlismeðferð getur hjálpað okkur við að bæta svefnvenjur okkar. Við finnum lausnir og skoðum kosti og galla.
   • Gerum verkefni
   • Förum yfir svefndagbókina.
 • Í fjórða tímanum skoðum við skemmtilegar staðreyndir um svefn og ræðum bakslagsvarnir.

   • Förum aðeins ýtarlegar í svefndagbókina og skoðum hvort að við viljum breyta einhverju í okkar svefnvenjum.
Kennarar á námskeiðinu eru Salóme Halldórsdóttir, félagsráðgjafi og Edda Rán Jónasdóttir iðju- og markþjálfi.

Verð: 41.000 kr fyrir einstakling.

Innifalið:

 • Námsefni
 • Te og kaffi

Tímasetning:

 • Frá 21. febrúar – 14. mars. 
 • Þriðjudaga kl. 9:00 -11:00.

Umsóknarferli: Tölvupóstur er sendur með ósk um kaup á námskeiði á namskeid@janus.is. Svar er sent innan 2 daga um hvort laust pláss er á námskeiðið.

Nánari upplýsingar má fá á namskeid@janus.is eða hjá Benjamín eða Hrefnu hjá Janusi endurhæfingu.

Scroll to Top