DAM-samskiptafærni

DAM – Samskiptafærni er byggt á DBT meðferð Linehan (Linehan, 1993). Úrræðið er ætlað einstaklingum sem hafa mikið tilfinninganæmi og vilja bæta samskiptafærni sína. Námskeiðið er gagnlegt fyrir flesta, en gagnast einstaklega vel fyrir þá sem hafa gengið í gegnum erfiða lífsreynslu og áföll. Lögð er áhersla á að þjálfa og auka færni í samskiptum.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist betri samskiptafærni með því að taka eftir samskiptavanda og nota DAM færniþætti til breytinga.

Til að ná fram markmiðum sínum þurfa þátttakendur að tileinka sér færniþætti og þjálfast í sjálfstyrkingu og ákveðni. Heimavinna er nauðsynlegur þáttur í þessu námskeiði sem og virk þátttaka á námskeiðinu.

Viðvera:
Námskeiðið er 6 sk á tímabilinu 12. apríl -17. maí 2023

Miðvikudaga kl. 13:00 – 15:30

DAM-Samskiptafærni er kennt 1 sinni í viku í 2 1/2 klst í senn.

Kennarar eru Elísabet Þórðardóttir, sálfræðingur og Kristín Linda Ólafsdóttir, félagsfræðingur.

 

 

Skilyrði:

  • Saga um erfiðleika með samskipti og/eða tilfinningastjórnun

Frávísun:

  • Örorka
  • Sjálfsvígstilraun á síðstu 3 mánuðum
  • Sjálfsskaðahegðun síðastliðinn mánuð



Verð: 61.000 kr á þátttakanda
Innifalið: Kennslubók, Kaffi og te fyrir þátttakendur í hléum

Umsóknarferli: Tölvupóstur er sendur á namskeid@janus.is.

Svar er sent innan 2 daga um hvort laust pláss er á námskeiðinu.

Scroll to Top