Nýsköpun og vísindi

Undanfarin ár hefur Janus endurhæfing farið ótroðnar slóðir í nýsköpun og vísindum innan endurhæfingar. Janus endurhæfing telur mikilvægt að innleiða og tileinka sér í starfi nýja þekkingu byggða á vísindalegum grundvelli, ásamt því að þróa og aðlaga nýjar meðfeðarðarnálganir í takt við nýjustu vísindi.

Markmið Janusar endurhæfingar er að veita þátttakendum bestu og faglegustu meðferð sem völ er á á hverjum tíma. Liður í því ferli er að styðjast við nýjustu þekkingu og vísindi sem stuðlar að því að hver þátttakandi fái þá endurhæfingu sem hentar honum best. Í ljósi þess hefur Janus endurhæfing innleitt nýtingu gervigreindar, með það að leiðarljósi að koma auga á hvernig sé hægt að styðja sem best við endurhæfingu hvers og eins þátttakanda. Þetta álítur Janus endurhæfing afar mikilvægt þar sem allir þátttakendur eru ólíkir og með mismunandi þarfir.

Janus endurhæfing hefur undanfarin ár verið í nánu alþjóðlegu samstarfi við háskólann í Stirling í Skotlandi og starfsendurhæfingarsjóðinn í Linköping (Samordningsförbundet Centrala Östergötland) Svíþjóð. Samstarfið felst í því að finna og þróa lausnir til að gera endurhæfingu skilvirkari og árangursríkari með aðstoð gervigreindar án þess að glata gæðum.

Þetta alþjóðlega samstarf nefnist ADAPT (Ai-guided Dynamic optimisAtion of Personalised Treatments) þar sem einn liður í því samstarfi er að innleiða gervigreind í endurhæfingu til þess að kortleggja vandamál einstaklinga í endurhæfingu og koma auga á hvaða úrræði og þjónusta gæti hentað viðkomandi best, með hagsmuni hans í fyrirrúmi.

Hér að neðan má sjá fréttir Janusar endurhæfingar tengdar ofangreindu.  Einnig er hægt að sjá ítarefni og vísindagreinar Janusar endurhæfingar formi hér. 

Leit