Fréttasafnið

Náttúrutengd endurhæfing - ný vísindagrein

Náttúrutengd endurhæfing - ný vísindagrein

31.08.2021

Ánægjulegt er að greina frá því að fyrsta vísindagrein sem Janus endurhæfing á aðkomu að varðandi endurhæfingu út í náttúrunni var að fást samþykkt til birtingar.

Fjallað er um vísindalega uppbyggingu og skipulag náttúruheilsugarðs sem verður að Hrafnhólum undir Móskarðshnjúkum sem er í u.þ.b. 25 mín akstri frá Reykjavík. Þar mun fara fram læknisfræðileg starfsendurhæfing í samvinnu við núttúruna, umhverfi og dýralíf.

Frá árinu 2004 hefur Janus endurhæfing unnið að undirbúningi þessarar náttúrutengdu endurhæfingar með Önnu Maríu Pálsdóttur Phd,  Arnóri Víkingssyni og Vilmundi Guðnasyni Phd. Styttist nú í að þessi tímamóta endurhæfing verði að veruleika. Endurhæfing byggð á sannreyndum aðferðum aðlöguð að íslensku samfélagi og náttúru.

Með góðfúslegu leyfi AHTA Journal of Therapeutic Horticulture fær Janus endurhæfing að birta greinina á heimasíðu okkar. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast hana með því að smella hér

Engin ummæli enn
Leit