Laus störf
Hjá Janusi endurhæfingu starfar samhentur hópur. Fastráðnir starfsmenn eru rúmlega 20 og verktakar um 25 manns. Reiknað er með að 80 einstaklingar séu í endurhæfingu á hverjum tíma.
Áhersla er lögð á fagmennsku, skapandi og lifandi umhverfi sem setur þátttakandann í fyrsta sæti. Nýsköpun og vísindi fá einnig að blómstra og styður sú vinna vel við þá fagmennsku sem við viljum standa fyrir. Við veljum að dvelja ekki við vandamálin heldur líta til lausna.
Áhersla er lögð á þverfaglegateymisvinnu og sjálfstæð vinnubrögð. Starfsmenn eru hvattir til að þróa hugmyndir sínar í endurhæfingunni og þurfa að vera óhræddir við að takast á við ný og krefjandi verkefni. Gott tölvulæsi er nauðsynlegt þar sem öll skráning og skýrslugerð er á rafrænu formi.
Í Janusi endurhæfingu starfa t.d. félagsráðgjafar, iðjuþjálfar, sálfræðingar, hönnuður og læknir.
Sem stendur eru engar lausar stöður í boði hjá okkur, en ef þér líst vel á þær upplýsingar sem gefnar eru upp á heimsíðunni og finnst ofangreind lýsing eiga vel við þig gætir þú einmitt verið aðilinn sem við leitum að næst. Sé svo, er þér velkomið að senda okkur umsókn þína á netfangið janus@janus.is með titlinum ,,Starfsumsókn-Janus endurhæfing” eða fylla út eyðublaðið hér neðar.