Fréttasafnið

Mikill heiður, Janus Manager vekur athygli í London

Mikill heiður, Janus Manager vekur athygli í London

14.12.2016

Sæmundi Ó. Haraldssyni iðnaðarverkfræðingi hefur verið boðið að halda fyrirlestur, þann 30.-31. janúar 2017, í vinnustofu á vegum University College London í Englandi.

Fyrirlesturinn varðar nýsköpunarverkefnið Janus Manager og þá möguleika sem verkfærið býður upp á, einkum og sér í lagi gervigreindar hlutann sem leiðréttir hluta af þeim villum sem geta komið upp í kerfinu.

Janus Manager heldur utan um alla starfsemi Janusar endurhæfingar, allt frá mætingum starfsfólks/þátttakenda, skýrslur, tölfræði og spálíkan svo eitthvað sé nefnt. 

Hér er um mikinn heiður að ræða fyrir Janus endurhæfingu og þá sem sköpuðu Janus Manager því aðeins sérvaldir fyrirlesarar með eftirtekarverðar nýjungar í fremstu röð er boðið að kynna.

Ástæðan fyrir valinu á Janus Manager er að hér er um að ræða eitt fyrsta dæmi um sjálf læknandi hugbúnaðarkerfi í daglegum rekstri og beitingu á nýjustu hugmyndum í gervigreind og sjálfvirkri forritun.

Engin ummæli enn
Leit