Um Janus endurhæfingu
Hjá Janusi endurhæfingu fer fram fjölbreytt starfs- og atvinnuendurhæfing. Markmið starfseminnar er að aðstoða fólk við að komast á vinnumarkaðinn og/eða í nám, fyrirbyggja varanlega örorku og bæta lífsgæði.
Í Janusi endurhæfingu er unnið í þverfaglegum teymum. Faglegu starfi Janusar endurhæfingar er stjórnað af heilbrigðisstarfsfólki. Að starfinu koma einnig aðrir sérfræðingar, innan og utan Janusar endurhæfingar, allt eftir þörfum hvers og eins þátttakanda.
Hjá Janusi endurhæfingu starfa á þriðja tug sérfræðinga fyrir utan aðra utanaðkomandi.
Endurhæfingin fer fram í húsnæði Janusar endurhæfingar, hjá ýmsum samstarfsaðilum Janusar endurhæfingar auk starfsþjálfunar á vinnumarkaðnum og í hinum ýmsu skólum.
Janus endurhæfing er í samvinnu við marga aðila og stofnanir. Má sem dæmi nefna; Heilsugæsluna, Virk starfsendurhæfingarsjóð, Landspítalann, Tækniskólann – skóla atvinnulífsins, World Class og Umboðsmann skuldara.
Janus endurhæfing er í samvinnu við marga aðila og stofnanir. Má sem dæmi nefna; Heilsugæsluna, Virk starfsendurhæfingarsjóð, Landspítalann, Tækniskólann – skóla atvinnulífsins, World Class og Umboðsmann skuldara.
Starfsemin
Hver þátttakandi fær tengilið sem er fagaðili. Þátttakandi setur sér einstaklingsmiðuð markmið sem taka mið af þörfum hans og stefnu í samvinnu við tengilið sinn. Hann nýtur einnig stuðnings þverfaglegs teymis Janusar endurhæfingar til að fylgja markmiðum sínum eftir.
Um leið og þátttakandinn vinnur að markmiðum sínum fer fram reglulegt mat á stöðu hans, endurskoðun á markmiðum og árangri ásamt gerð nýrra markmiða, allt eftir þörfum hverju sinni.
Þátttakandanum standa til boða einstaklingsviðtöl eftir þörfum við hina ýmsu sérfræðinga Janusar endurhæfingar, með það að leiðarljósi að styðja við þau markmið sem hann vill ná.
Þátttakandi og tengiliður hans útbúa einstaklingsmiðaða stundaskrá sem tekur mið af þörfum þátttakanda hverju sinni út frá þeim námskeiðum sem eru í boði á hverjum tíma. Þátttakandi getur verið í námi eða hlutastarfi og er tekið tillit til þess við stundarskrágerð. Einnig bjóðast viðtöl við lækni Janusar endurhæfingar og einstaklingsmeðferð sálfræðinga svo nokkuð sé nefnt. Nánar um þjónustu og úrræði Janusar endurhæfingar hér.